2009
Sættast við óvini sína
April 2009


Úr lífi spámannsins Josephs Smith

Sættast við óvini sína

Tekið úr Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith (Melchizedek Priesthood and Relief Society course of study, 2007), 339–41.

Dag einn þegar spámaðurinn heimsótti foreldra sína í Far West, réðst hópur hermanna inn um dyrnar.

Hver ykkar er Joe Smith?

Við erum hér til að drepa hann!

Joseph gekk samstundis fram, brosti til mannanna og heilsaði þeim með handabandi.

Ég er Joseph. Gaman að hitta ykkur. Gjörið þið svo vel, komið inn og setjist.

Mennirnir störðu undrandi á spámanninn þegar hann hélt áfram að tala.

Við Mormónar trúum á Jesú Krist og viljum aðeins frið. En við höfum orðið fyrir miklum ofsóknum síðustu mánuðina síðan við fluttum til Missouri. Eftir því sem ég best veit hefur ekkert okkar brotið lögin. En ef svo er, erum við reiðubúin að mæta fyrir rétti.

Mamma, ég held að ég fari heim. Emma bíður eftir mér.

Þú skalt ekki fara einn, það er ekki öruggt.

Við förum með þér og verndum þig.

Þakka ykkur fyrir.

Við lofum að leysa upp herliðið okkar og fara heim.

Ef þú þarfnast okkar munum við koma aftur og gera það sem gera þarf.

Fyrir utan heimili foreldra Josephs ræddu hinir mennirnir um mót þeirra og spámannsins.

Leið þér ekki undarlega þegar hann tók í höndina á þér? Mér hefur aldrei liðið eins.

Mér fannst ég ekki geta hreyft mig. Ég myndi ekki skaða eitt hár á höfði þessa manns hvað sem í boði væri.

Þetta er í síðasta sinn sem þið munuð sjá mig koma til að drepa Joe Smith eða Mormóna yfirleitt.

Teikning: Sal Velluto og Eugenio Mattozzi