2009
Spurningar og svör
April 2009


Spurningar og svör

„Foreldrar mínir eru ekki virkir í kirkjunni. Hvernig get ég haldist sterk án stuðnings þeirra?“

Þetta er erfitt, því að yfirleitt eru það foreldrarnir sem leita handleiðslu og leiðsagnar. En þú getur gert ýmislegt til að haldast sterk og með því að gera það sýnir þú foreldrum þínum gott fordæmi.

Til að hljóta innblástur getur þú haldið áfram að biðja og læra ritningarnar. Himneskur faðir mun heyrir bænir þínar og svara þeim.

Leitaðu þess fordæmis og stuðnings sem þú þarfnast hjá öðrum ættingjum eða kirkjuþegnum. Þú getur t.d. beðið heimiliskennara þína eða biskup eða greinarforseta um prestdæmisblessun, ef ekki er verðugur prestdæmishafi á heimili þínu.

Þú getur styrkt systkini þín og foreldra með því að sýna trú þína í verki. Þú gætir haft fjölskyldukvöld, flutt fjölskyldubæn, eða lesið ritningarnar með systkinum þínum. Foreldrar þínir gætu þá viljað vera með ykkur í því.

Haltu áfram að elska foreldra þína, það skiptir mestu máli. Dæmdu þau ekki. Sýndu þeim heldur góðvild og þolinmæði. Þau þarfnast kærleika þíns og stuðnings, rétt eins og þú þarfnast þeirra.

Biddu fyrir foreldrum þínum.

Bjóddu foreldrum þínum að flytja fjölskyldubænir. Bjóddu þeim á viðburði í kirkjunni. Skipulegðu heimakvöld. Biddu oft fyrir þeim og kappkostaðu að sýna gott fordæmi. Þannig styrkir þú fjölskyldu þína og þinn eigin vitnisburð, þér mun líða betur og Drottinn mun hjálpa þeir að vera sterk í kirkjunni. Gerðu þetta af trú og festu og Hann mun svara bænum þínum.

Sonia B., 20, Yucatán, Mexíkó

Ekki gefast upp

Faðir minn er ekki meðlimur og mamma og systur mínar eru óvirkar. Það særir að sjá þær virða að engu trú mína. En trú mín hefur vaxið við að sækja trúarskóla, kirkjuna og Ungmennasamtökin og þegar ég bið og les ritningarnar. Besta ráðið sem ég get gefið er að gefast ekki upp.

Amanda B., 16, Nevada, USA

Leiðir til að haldast virk

Ég þekki ótrúlega stúlku sem er sérstaklega sterk í kirkjunni, jafnvel þótt foreldrar hennar séu lítt virkir. Hún er okkur hinum stúlkunum innblástur og hefur þegar hlotið viðurkenningu Stúlknafélagsins. Hún segir að stuðningurinn frá hinum stúlkunum, reglubundin kirkjusókn og raunveruleg tjáskipti við föður sinn á himnum, sé góð leið sem hjálpi hennar að haldast virk í kirkjunni.

Chelsea C., 17, Oklahoma, USA

Öruggt skjól

Ég treysti á bænina og lestur ritninganna til að styrkja vitnisburð minn, og það veitir mér öruggt skjól að taka þátt í skátastarfi og starfi Piltafélagsins, og einnig að sinna vel köllunum mínum. Einnig hjálpar að fylgja ráðum spámannanna og velja sér góða vini. Mundu að sýna fjölskyldu þinni ætíð gott fordæmi og einlægan kærleika, umhyggju og virðingu. Ef þú gerir þitt, mun Drottinn gera sitt.

Öldungur Whigham, 21, San Francisco trúboðssvæðinu í Kaliforníu

Fordæmi þeirra veitir mér hugrekki

Móðir mín er lítt virk í kirkjunni og aðrir ættingjar mínir eru ekki meðlimir. En ég treysti á leiðtoga mína og vini mína; þeir eru alltaf að hjálpa mér. Þeir hafa skipt mjög miklu í lífi mínu, því þeir hafa stuðlað að mínum lífsstíl og því markmiði mínu að fara í trúboð. Þeir veita mér mikið hugrekki með fordæmi sínu. Þú þarft að læra að meta vináttu þeirra sem hafa uppbyggjandi áhrif á þig sem meðlim og eyða meiri tíma með þeim, því vissulega mun alltaf verða eitthvað sem þú þarft að læra.

Ivana S., 20, Buenos Aires, Argentina

Sýndu foreldrum þínum kærleika

Haltu áfram að tala við foreldra þína og reyndu að fá stuðning þeirra. Láttu í ljós ást þína til þeirra og þakklæti og segðu þeim hve mikilvægt þér er að fara í kirkju. Biddu leiðtoga þína um hjálp til að komast í kirkju og athugaðu hvort biskup vill reyna að tala við foreldra þína. Biddu himneskan föður um stuðnings hans og einnig að foreldrar þínir sjái hve mikilvægt það er þér að þau séu virk í kirkjunni. Þú getur einnig orðið sterk með því að lesa Mormónsbók daglega og halda boðorðin.

Craig L., 16, Missouri, USA

Tvennskonar stuðningskerfi

Ég sé þetta oft í trúboði mínu, og þeir krakkar sem takast á við þetta eru hugrakkir. Hvernig gera þeir það? Með því að koma á fót stuðningskerfi innan kirkjunnar gegnum vini og leiðtoga og með því að koma á stuðningskerfi við Drottin gegnum bænina, daglegan ritningarlestur og góða kirkjusókn. Þér tekst það með því að gera þetta!

Öldungur Jones, 21, Tahiti Papeete trúboðið