Líahóna
Aðalpersóna Mormónsbókar
Janúar 2024


„Aðalpersóna Mormónsbókar,“ Líahóna, jan. 2024.

Velkomin í þessa útgáfu

Aðalpersóna Mormónsbókar

Fyrir mörgum árum síðan buðu hirðisþjónar mínir mér að nema Mormónsbók af alvöru. Þegar þeir buðu mér þetta, áttaði ég mig á því að þótt ég hefði lesið smávegis í Mormónsbók á hverjum degi, þá var ég ekki að læra í henni af alvöru.

Þeir miðluðu loforði, byggðu á orðum Ezra Taft Benson forseta: „Það er kraftur í [Mormónsbók], sem streyma mun inn í líf ykkar frá þeirri stundu er þið af alvöru byrjið að lesa hana. Þið munið finna mikinn kraft til að standast freistingar … til að forðast blekkingar … til að dvelja á hinum krappa og þrönga vegi“ (Teachings of Presidents of the Church: Ezra Taft Benson [2014], 141).

Ég samþykkti boð þeirra og á næstu mánuðum komst ég að raun um að loforðið rættist. Það hefur breytt lífi mínu.

Stór ástæða þess að Mormónsbók veitir okkur andlegan kraft er sú að hún færir okkur nær Jesú Kristi. Í grein Henrys B. Eyring forseta á síðu 4 skrifar hann: „Þau sem lesa Mormónsbók af einlægni, lifa eftir lífsreglum hennar og biðjast fyrir um sannleiksgildi hennar munu finna fyrir heilögum anda og auka trú sína og vitnisburð um frelsarann.“

Jesús Kristur er aðalpersóna Mormónsbókar. Líkt og samhöfundur minn Madison Sinclair og ég miðlum í grein okkar, „Jesús Kristur í Mormónsbók“ (síða 10), eru yfir 7.000 tilvísanir í frelsarann í Mormónsbók.

Ég veit að þegar við lærum í Mormónsbók á þessu ári með Kom, fylg mér, þá munum við færast nær Jesú Kristi.

Kærleikskveðjur,

John Hilton III

Prófessor í trúarbragðafræðslu, Brigham Young-háskóla

Ljósmynd
kona les ritningar

Myndskreyting: J. Kirk Richards