Líahóna
Hvað gerir ritningarnar „mikils virði“?
Janúar 2024


„Hvað gerir ritningarnar ‚mikils virði‘?,“ Líahóna, jan. 2024.

Kom, fylg mér

1. Nefí 3–5

Hvað gerir ritningarnar „mikils virði“?

Ljósmynd
Látúnstöflur og nútímaritningarbækur

Ritningarnar voru fjölskyldu Lehís „mikils virði“ (1. Nefí 5:21). Þær voru svo mikilvægar að Drottinn bauð sonum Lehís að ferðast til baka til Jerúsalem til að ná í látúnstöflurnar (sjá 1. Nefí 3:2–5), verkefni sem þeir hættu lífi sínu fyrir. Ritningarnar (sérstaklega Mormónsbók) eru okkur alveg jafn mikilvægar. Hafið þið nýlega hugsað hvers vegna?

Hvað veittu látúnstöflurnar fjölskyldu Lehís?

Hvað veitir Mormónsbók okkur í dag?

Orð spámanna (1. Nefí 3:20)

Grunn fyrir vitnisburð um Joseph Smith, endurreisnina og lifandi spámenn (kynning á Mormónsbók)

Frásögn af sköpuninni og Adam og Evu (1. Nefí 5:11)

Útskýringu á kenningunni um sáluhjálparáætlunina (2. Nefí 2; Alma 12; 34)

Lögmál Móse (1. Nefí 4:15–16) og fleiri boðorð (1. Nefí 5:21)

Kenningu Krists og fleiri boðorð (2. Nefí 31; 3. Nefí 11; 27)

Heimild um Gyðingana og vitni þeirra um Krist (1. Nefí 5:12)

Fleiri vitni um Krist frá „öðrum sauðum“ hans (3. Nefí 15:21–24)

Heimild sem varðveitti tungumál forfeðra þeirra (1. Nefí 3:19) og ættartölu þeirra (1. Nefí 5:14)

Heimild sem getur hjálpað okkur við að safna saman hinum tvístraða Ísrael (3. Nefí 21:6–7)