Líahóna
Sný ég mér fyrst til Drottins?
Janúar 2024


„Sný ég mér fyrst til Drottins?,“ Líahóna, jan. 2024.

Kom, fylg mér

1. Nefí 11–15

Sný ég mér fyrst til Drottins?

Ljósmynd
Nefí biðst fyrir

Við vitum vegna 1. Nefí 2:16 að þegar Nefí stóð frammi fyrir óvissu, þá sneri hann sér til Drottins og Drottinn mýkti hjarta hans. Á hinn bóginn, þegar Laman og Lemúel stóðu frammi fyrir óvissu, þá rifust þeir hvor við annan og treystu á bróður þeirra Nefí fyrir svörum, í stað þess að treysta á Drottin (sjá 1. Nefí 15:8–9).

Laman og Lemúel sýndu mynstur um hvað getur gerst þegar við leggjum traust okkar alfarið á aðra til að öðlast sannleika, í stað þess að snúa okkur til Drottins. Nefí varð andlega sterkur og var Guði trúr alla sína ævi, á meðan Laman og Lemúel sneru að endingu baki við kenningum föður þeirra um Drottin. Þrátt fyrir að Nefí hafi verið traustur lærisveinn, þá vissi hann það jafnvel sjálfur að hann gat ekki komið í stað þess að leita sannleika beint til Drottins (sjá 1. Nefí 15:6–11).

Þegar þið berið saman hve mikið þið reiðið ykkur á Drottin miðað við aðra, hvorn þessara möguleika tengið þið betur við?

Veraldlegar heimildir

Heimildir fagnaðarerindisins

Ég gleymi oft að hugleiða og ígrunda það sem kennt var á aðalráðstefnu.

Ég læri reglulega ráðstefnuræður til að halda orðum leiðtoganna ferskum í huga mér.

Þegar ég hef spurningar, skoða ég samfélagsmiðla eða eftirlætishlaðvarpið mitt til að finna svör.

Þegar ég hef spurningar, leita ég liðsinnis í ritningunum eða orðum nútíma spámanna.

Ég gleymi oft að biðja og læra ritningarnar.

Bæn og ritningarnám eru reglulegur hluti í lífinu.

Annað fólk gefur betri ráð en leiðtogar kirkjunnar eða ritningarnar.

Ég finn frið er ég hlusta á orð kirkjuleiðtoga og ritninganna.

Ég met skoðanir annarra ofar kenningum fagnaðarerindisins.

Ég kann að meta kenningar fagnaðarerindisins og innblástur heilags anda.