Líahóna
Að verða vitni
Janúar 2024


„Að verða vitni,“ Líahóna, jan. 2024.

Kom, fylg mér

Kynningarsíður Mormónsbókar

Að verða vitni

Ljósmynd
Moróní sýnir Mary Whitmer gulltöflurnar

Mary Whitmer og Moróní, eftir Robert Pack

Vorið 1829 buðu Mary og Peter Whitmer Joseph og Emmu Smith og Oliver Cowdery velkomin á heimili sitt til að klára þýðingu gulltaflanna. Kröfurnar voru miklar til tíma Mary. Hún annaðist níu manns á eigin heimili og aðstoðaði gift börn sín sem bjuggu í nágrenninu.

Fimm synir Mary og báðir (tilvonandi) tengdasynir urðu opinber vitni um gulltöflurnar í júní 1829. Í sama mánuði hlaut Mary eigið vitni.

Gráhærður maður með bakpoka á öxlinni nálgaðist Maríu fyrir utan heimili hennar og sagði: „Ég heiti Moróní. Þú ert orðinn frekar þreytt með alla þá aukavinnu sem þú verður að vinna.“ Moróní tók bakpokann af öxlinni og hélt áfram: „Þú hefur verið mjög trúföst og iðin í verki þínu. Það er því viðeigandi að þú skulir hljóta vitni, svo trú þín megi styrkjast.“ Hann opinberaði því næst innihald bakpokans – gulltöflurnar.1

Mary varð vitni um gulltöflurnar, líkt og vitnin þrjú og vitnin átta, sem eiga vitnisburð sinn ritaðan á upphafssíður Mormónsbókar. Auðmýkt Mary og kostgæfni bjó hana undir að vera vitni. Vitnisburður hennar er ekki ritaður á upphafssíður Mormónsbókar og nafn hennar er ekki á veggskjöldum, minnisvörðum eða í huga margra heilagra sem á eftir henni komu. Þótt að daglegt framlag hennar á heimilinu og fjölskyldu færi fram hjá mörgum, þá vissi Guð af því.

Öldungur Dieter F. Uchtdorf, í Tólfpostulasveitinni, kenndi:

„Drottinn dæmir mjög mikið öðru vísi en við gerum. Hann er ánægður með hinn göfuga þjón, ekki með hinn eigingjarna aðalsmann.

Margir þeirra sem eru auðmjúkir í þessu lífi munu bera dýrðarkórónu í því næsta.“2

Heimild Morónís er nú þýdd yfir í Mormónsbók og við getum hlotið vitni um sannleiksgildi hennar samkvæmt loforðinu sem Moróní ritaði á lokasíður hennar: „Ég [hvet] yður að spyrja Guð, hinn eilífa föður, í nafni Krists, hvort þetta er ekki sannleikur. Og ef þér spyrjið í hjartans einlægni, með einbeittum huga og í trú á Krist, mun hann opinbera yður sannleiksgildi þess fyrir kraft heilags anda“ (Moróní 10:4).

Finnst ykkur stundum eins og byrðar ykkar séu miklar en að ekki sé tekið eftir viðleitni ykkar? Himneskur faðir þekkir ykkur og hann veit af því góða sem þið gerið. Þegar þið gerið gott (sjá Postulasöguna 10:38), þjónið án lúðraþyts og leitið í ritningunum, getur heilagur andi staðfest sannleika fagnaðarerindisins fyrir ykkur.

Börn Mary og Peters Whitmer eldri

Christian Whitmer

Jacob Whitmer

John Whitmer

David Whitmer

Catherine Whitmer (Page)

Peter Whitmer

Elizabeth Ann Whitmer (Cowdery)

Eitt af vitnunum átta

Eitt af vitnunum átta

Eitt af vitnunum átta

Eitt af vitnunum þremur

Giftist Hiram Page, einu af vitnunum átta

Eitt af vitnunum átta

Giftist Oliver Cowdery, einu að vitnunum þremur

Heimildir

  1. Sjá Heilagir: Saga Kirkju Jesú Krists á Síðari dögum, bindi 1, Sannleiksstaðall, 1815–1846 (2018), 70–71.

  2. Dieter F. Uchtdorf, „Lyftið þar sem þið standið,“ aðalráðstefna, okt. 2008.