Líahóna
Sjálfsbjargarnámskeið: Tengja fjármál við sannleika fagnaðarerindisins
Janúar 2024


„Sjálfsbjargarnámskeið: Tengja fjármál við sannleika fagnaðarerindisins,“ Líahóna, jan. 2024.

Sjálfsbjargarnámskeið: Tengja fjármál við sannleika fagnaðarerindisins

Sjálfsbjargarnámskeið hjálpa þátttakendum að hljóta andlegan skilning á fjárhagsþörfum þeirra.

Ljósmynd
hópur fólks situr og spjallar

Nokkrar af fyrstu leiðbeiningar Drottins til barna sinna snerust um vinnu og sjálfsbjörg. Í Gamla testamentinu sagði hann við Adam og Evu: „Í sveita þíns andlitis skaltu brauðs þíns neyta“ (1. Mósebók 3:19). Við Ísraelsmenn sagði hann: „Þú skalt vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum“ (2. Mósebók 20:9).

Nú á dögum hjálpa kirkjustyrktir sjálfsbjargarhópar um heim allan börnum Guðs að bæta við menntun sína, auka við tilfinningalegt þolgæði, finna betri vinnu, stofna fyrirtæki og – eins og eftirfarandi dæmi sýna – sjá betur um fjármálin.

Ljósmynd
kona horfir á pappíra

Greiða tíund á lágum launum

Þegar Deborah, frá Michigan í Bandaríkjunum, var gift, átti hún aldrei í vandræðum með fjármálin. En eftir að hún og eiginmaður hennar skildu, varð erfiðara að greiða reikningana. Þótt Deborah hafi notið þess að sækja musterið reglulega, varð erfitt að greiða tíund og hún hætti að fara í musterið.

Hún leitaði hjálpar biskups síns sem sagði henni frá sjálfsbjargarnámskeiði kirkjunnar um persónuleg fjármál, sem var haldið í stiku hennar. Deborah samþykkti að fara, en í fyrstu skildi hún ekki ástæðu þess að hún ætti að mæta: „Í hreinskilni sagt,“ sagði ég við sjálfa mig, „þá veit ég ekki af hverju ég er hér. Ég veit hvernig á að ráðstafa peningum. Ég hef haldið fjárhagsáætlun allt líf mitt.“

Deborah hitti hópinn og leiðbeinandann. Í tvær klukkustundir á viku lærðu þau bæði um veraldlega hlið fjármálastöðugleika (t.d. að gera fjármálaáætlun) og andlegar hliðar fjármálastöðugleika (t.d. vera trúfastur ráðsmaður yfir tekjum). „Ég tengdi aldrei þetta tvennt saman eins og þetta námskeið tengdi það saman,“ sagði Deborah.

Deborah fannst eins og sáttmálssamband hennar við himneskan föður hjálpaði henni að læra hvernig hún gæti haft hann með í fjárhagsákvörðunum sínum. „Himneskur faðir hefur alltaf verið til staðar fyrir mig. … Ég verð að hafa hann með í öllu.“

Þegar Deborah framfylgdi hvatningu og leiðsögn sem hún hlaut í sjálfsbjargarhópnum hennar, gat hún ráðstafað peningum fyrir tíund, greitt reikninga og jafnvel sparað, allt án þess að auka tekjur sínar.

Heber J. Grant forseti (1856–1945) vitnaði um að meira væri hægt að gera við afgang tekna eftir að tíund hafi verið greidd heldur en með allan peninginn áður en tíund væri greidd: „Ég ber vitni … um að þeir karlar og þær konur sem hafa verið fullkomlega heiðvirð gagnvart Guði, sem hafa greitt tíund sína … vitna um … að Guð hefur veitt þeim visku, og með henni hafa þau getað nýtt níu tíunduhluta sem afgangs voru, og þeir hafa verið þeim meira virði og þau hafa áorkað meiru með þá heldur en ef þau hefðu ekki verið heiðvirð gagnvart Drottni.“1

Deborah hlaut blessanir, „jafnt stundlegar sem andlegar“ (Mósía 2:41) er hún hélt tíundarlögmálið og beitti trúarreglum á fjármálaáætlun sína. Leiðsögn frá sjálfsbjargarhópnum hennar og innblástur heilags anda veitti henni leið til að fá musterismeðmæli og snúa aftur í musterið. „Hann sýndi fram á að ég gæti gert allt sem ég hélt fram að ég gæti ekki og svo mikið meira,“ sagði hún. „Það sem maður gerir í dag ræður framtíðinni og ég vil að framtíð mín sé þannig að ég geti gengið inn í Detroit-musterið og byrjað að vinna fyrir áa mína aftur.“

Ljósmynd
eiginmaður og eiginkona með námskeiðsbók

Ljósmynd birt með leyfi Berry og Light Chu

Losna úr skuldum

Berry Chu í Mið-Taípei-stikunni í Taívan þurfti visku út fyrir skilning sinn eftir að fjárfesting sem hún gerði gekk ekki upp og skildi hana eftir með stóra skuld. Aðstæður lömuðu Berry tímabundið frá því að halda áfram. En Berry auðmýkti sig og leitaði himnesks föður í bæn. Út frá þessari bæn hlaut hún hugrekki til að segja eiginmanni sínum frá því sem gerst hafði. Eiginmaður Berry, Light Tsai, hughreysti hana af mildi og hógværð, að þau myndu leysa málin og greiða upp skuldina. Light og Berry báðu saman um leiðsögn Drottins.

Berry og Light fannst eins og þau gætu haft hag af því að sækja sjálfsbjargarnámskeið kirkjunnar um persónuleg fjármál. Þrátt fyrir hina yfirþyrmandi skuld, settu þau upp endurgreiðsluáætlun. Með hjálp námskeiðsins, lærðu þau að „setja tíund í forgang og … meðhöndla fjármál á guðlegan hátt“, segir Berry. „Við lærðum líka að gera fjármálaáætlun og setja í forgang að útgjöld færu einungis í nauðsynjar.“

Berry og Light lærðu ekki aðeins að ráðstafa tekjum sínum á ábyrgan hátt, heldur hvatti hópur þeirra í persónulegum fjármálum Berry til að skipta um starf. Umbreytingin leiddi af sér hærra kaup, sem hún gat notað til að greiða upp skuldina.

Berry og Light eru sameinuð í markmiði sínu og notuðu alla bónusa, fjárfestingar og aukatekjur frá aðal- og aukastörfum til að greiða upp skuld Berrys. Með hjálp Drottins, áttu þau fyrir öllum útgjöldum og ofar öllu, þá greiddu þau enn tíund og gáfu aðrar fórnir.

Drottinn hefur lýst yfir: „Ætlun mín er að sjá um mína heilögu. … En það verður að gjörast á minn hátt“ (Kenning og sáttmálar 104:15–16). Einstaklingar og fjölskyldur um heim allan eru að uppgötva hvernig hann sér fyrir þeim er þau beita reglum andlegrar og fjárhagslegar sjálfsbjargar.

Ljósmynd
eiginmaður og eiginkona horfa saman á pappíra

Kenna „hvernig“, ekki bara „hvað“

Curtis og Pshaunda Scott, frá Texas í Bandaríkjunum, vildu bæði hafa fjármálavit, en gátu ekki sammælst hvernig. Pshaunda vissi að þau þyrftu sjúkratryggingar, en Curtis vissi að þau hefðu ekki efni á því. Þrátt fyrir að þau hafi elskað hvort annað, varð til spenna í hjónabandinu vegna ósamdóma fjárhagssýnar þeirra. „Þegar kom að fjármálunum,“ rifjar Pshaunda upp, „held ég ekki að við höfum einu sinni verið í sömu bókinni, hvað þá á sömu blaðsíðu.“

Curtis er sammála. „Peningar voru alltaf pirrandi viðfangsefni og við slepptum því að eiga mikilvæg samtöl.“

Biskup þeirra mælti með því að Pshaunda og Curtis byrjuðu að mæta í sjálfsbjargarnámskeiðið fyrir persónuleg fjármál í stikunni.

Curtis var hissa yfir því hve vel opnu umræðurnar í bekknum hentuðu honum. Hann gat útskýrt það sem hann var að hugsa og hlotið skilning frá öðrum sem skildu aðstæður fjölskyldu hans. Hópsamræðurnar hjálpuðu Curtis að uppgötva ekki bara trúarreglur, heldur einnig hagnýtar leiðir til að beita þeim. Á þeim sex árum síðan Curtis skírðist, hafði honum oft verið kennt að hann ætti að auka trú sína, bæta bænir sínar og nálgast frelsarann, en honum fannst sem sjálfsbjargarnámskeiðið hafi kennt honum hvernig ætti að taka þessum framförum.

Þegar Curtis lærði hvernig mætti beita trúarreglum í fjármálum heimilisins og í fyrirtækinu hans, uppgötvaði hann elsku Drottins til sín enn dýpra. „Það styrkti í raun trú mína og skilning á þeirri umhyggju og áhyggjum sem himneskur faðir hefur fyrir okkur,“ sagði hann.

Pshaunda fannst eins og andleg hlið sjálfsbjargarnámskeiðsins hafi hjálpað henni að skilja hvernig jafnvel fjármál gætu passað í áætlun Guðs. „Það styrkti vitnisburð minn … skref fyrir skref, orð á orð ofan.“

Að hafa kenningar Drottins með í fjármálaákvörðunum þeirra færði Curtis og Pshaunda loksins á sömu blaðsíðu. „Við vorum að breytast í teymi,“ segir Pshaunda. „Ég myndi ekki segja að við værum rík eða að við ættum meiri peninga, en við erum ótvírætt á réttri leið.“

Heimildir

  1. Heber J. Grant, í Conference Report, apr. 1912, 30.

  2. Message from the First Presidency,“ Personal Finances for Self-Reliance (2017).