Líahóna
„Dýfi“ ég mér eða „kafa“ ég?
Janúar 2024


„‚Dýfi‘ ég mér eða ‚kafa‘ ég?,“ Líahóna, jan. 2024.

Kom, fylg mér

1. Nefí 6–10

„Dýfi“ ég mér eða „kafa“ ég?

Ljósmynd
einstaklingur dýfir sér í vatn

Af hverju haldið þið að í draumi Lehís um lífsins tré (sjá 1. Nefí 8) hafi sumt fólkið yfirgefið tréð á meðan aðrir dvöldu hjá trénu til að meðtaka ávöxt þess? Sumir sem meðtóku ávöxtinn féllu frá, blygðuðust sín fyrir þeim sem hæddu þá í hinni stóru og rúmmiklu byggingu. Meginmunur milli þessara hópa hefur að gera með það sem þeir gerðu áður en þeir komust þangað: hvernig þeir héldu í járnstöngina – orð Guðs.

Ríghalda eða halda fast

Lehí sá þá sem „sóttu fram … ríghaldandi sér í járnstöngina“ og þá sem „sóttu fram og héldu stöðugt fast í járnstöngina“ (1. Nefí 8:24, 30; leturbreyting hér).

Öldungur David A. Bednar, í Tólfpostulasveitinni, benti á að þrír hópar hefðu farið af stað á veginum en að aðeins tveir haldið í járnstöngina:

„[Annar hópurinn] hafði einnig viðbótarblessun járnstangarinnar, og þau ríghéldu í hana! … Að ríghalda í járnstöngina, tel ég, bendir til tilfallandi ‚kippa‘ í námi eða óreglulegrar dýfu frekar en stöðugrar, áframhaldandi köfunar í orði Guðs. …

Þriðji hópurinn sótti líka áfram í trú og af fullvissu; þó bendir ekkert til þess að þau hafi ráfað burt. … Ef til vill hefur þessi þriðji hópur fólks stöðugt lesið og numið og kannað ritningarnar. … Þetta er sá hópur sem við ættum að kappkosta að sameinast.“1

„Dýfum“ við okkur eða „köfum“ við þegar kemur að því að upplifa orð Guðs? Þó að bæði þeir sem dýfa sér og þeir sem kafa blotni, þá eiga þeir sem kafa einbeittari og stöðugri upplifun sem getur fært þeim áframhaldandi ánægju.

Heimildir

  1. David A. Bednar, „Lehi´s Dream: Holding Fast to the Rod,“ Liahona, okt. 2011, 35, 36.