Líahóna
Jesús Kristur í Mormónsbók
Janúar 2024


„Jesús Kristur í Mormónsbók,“ Líahóna, jan. 2024.

Jesús Kristur í Mormónsbók

Hversu oft er minnst á Drottin í Mormónsbók?

Ljósmynd
Jesús Kristur þjónar fólkinu í Ameríku

Hver mynduð þið segja að væri aðalpersóna Mormónsbókar? Þótt margir myndu nefna Nefí, Alma eða Mormón, þá er hin raunverulega aðalpersóna Jesús Kristur. Nefí ritaði:

„Vér ritum af kappi til að hvetja börn vor … til að trúa á Krist. …

Og vér tölum um Krist, vér fögnum í Kristi, vér prédikum um Krist, vér spáum um Krist“ (2. Nefí 25: 23, 26).

Árið 1978 gaf Susan Ward Easton út tímamótagrein, þar sem hún sýndi tölulega fram á að Jesús Kristur væri aðalpersóna Mormónsbókar. Hún tilgreindi hina mörgu titla Jesú Krists og sýndi að minnst var á hann 3.925 sinnum í Mormónsbók, sem er að meðaltali einu sinni á 1,7 versa fresti.1

Þessi verðmæta rannsókn varpar ljósi á miðlægi frelsarans í Mormónsbók; hún vantelur þó hve títt minnst er á Krist með því að telja ekki með fornöfn sem vísa til hans.

Að lokum er fjöldi tilvísana í Jesú Krist ekki mikilvægasta atriðið sem við getum lært í Mormónsbók; þó getur hver tilvísun í hann kennt okkur um guðlegt eðli hans og áætlunarverk. Við rýndum ítarlega í Mormónsbók og leituðum að hverjum einasta stað þar sem minnst var á Jesú Krist, með titlum hans og fornöfnum. Við fundum 7.452 tilvísanir í heild – að meðaltali oftar en einu sinni í hverju versi.2 Í um 50% tilfella tilvísana í Krist í Mormónsbók er um að ræða titla hans, þar sem afgangurinn eru fornöfn.

Að leita að Jesú Kristi er einstök aðferð til að læra um hann. Íhugið hvernig eftirfarandi vers leggur áherslu á hann: „Farið að trúa á son Guðs, að hann komi til að endurleysa fólk sitt, og að hann muni þjást og deyja til að friðþægja fyrir syndir þess. Að hann muni aftur rísa frá dauðum, sem gjörir upprisuna að veruleika, að allir menn muni standa frammi fyrir honum og verða dæmdir á efsta og dómsins degi eftir verkum sínum“ (Alma 33:22; leturbreyting hér).

Í upphaflegri rannsókn systur Easton, hefði þetta vers aðeins talið eina tilvísun í Krist, titillinn „sonur Guðs“. Þó er frelsarans getið fimm sinnum til viðbótar. Þetta vers leggur ekki einungis áherslu á að Jesús Kristur er sonur Guðs heldur einnig að hann er sá sem endurleysir okkur með eilífri friðþægingu sinni og upprisu og verður dómari okkar.

Það er ef til vill kraftmest þegar Kristur vísar til sjálfs sín í Mormónsbók. Við lesum til dæmis þegar frelsarinn segir: „Komi menn til mín, mun ég sýna þeim veikleika sinn. Ég gef mönnum veikleika, svo að þeir geti orðið auðmjúkir. Og náð mín nægir öllum mönnum, sem auðmýkja sig fyrir mér. Því að ef þeir auðmýkja sig fyrir mér og eiga trú á mig, þá mun ég láta hið veika verða styrk þeirra“ (Eter 12:27; leturbreyting hér). Þrátt fyrir að nafn Krists birtist ekki í þessu versi, minnist frelsarinn átta sinnum á sjálfan sig. Hlutverk hans er undirstrikað er við leitum að frelsaranum í versinu.

Versin hér á eftir sýna þá persónulegu tengingu sem frelsarinn átti við hvern einstakling og tilfinningar þeirra til hans:

„Rísið á fætur og komið til mín, svo að þér getið þrýst höndum yðar á síðu mína og einnig fundið naglaförin á höndum mínum og fótum, svo að þér megið vita, að ég er Guð Ísraels og Guð allrar jarðarinnar og hef verið deyddur fyrir syndir heimsins.

… Mannfjöldinn gekk fram og þrýsti höndum sínum á síðu hans og fann naglaförin á höndum hans og fótum“ (3. Nefí 11:14–15; leturbreyting hér).

Þrátt fyrir að við getum ekki enn fundið förin líkamlega, þá getum við með hjálp Mormónsbókar dýpkað persónulegt vitni okkar um Jesú Krist.

Fjöldi tilvísana í Drottin í Mormónsbók gerir okkur kleift að sjá miðlægni hans í þessu helga verki. Að bera kennsl á frelsarann í „Mormónsbók: Annað vitni um Jesú Krist“ er kraftmikil leið til að nálgast hann.

Heimildir

  1. Sjá Susan Ward Easton, „Names of Christ in the Book of Mormon,“ Ensign, júlí 1978, 60–61.

  2. Sum vers minnast oftar en einu sinni á Krist, en önnur aldrei. Að meðaltali er ein tilvísun í Jesú Krists fyrir hvert 0.88 vers í Mormónsbók.