Námshjálp
20. Joppe


20. Joppe

Ljósmynd
ljósmynd 20

Horft í norðvesturátt yfir hafnarborgina Joppe (Jaffa).

Merkir atburðir: Jónas fór til Joppe til þess að fá far með skipi til Tarsis (Jónas 1:1–3). Joppe var höfnin sem Salómon og síðar Serúbbabel notuðu þegar þeir fluttu timbur frá sedrusskógum Líbanons til að reisa musteri sín (2 Kro 2:16; Esra 3:7). Hér reisti Pétur Tabíþu, sem einnig var nefnd Dorkas, upp frá dauðum (Post 9:36–43). Pétur fékk einnig sýnina um hrein og óhrein dýr, sem sýndi honum nauðsyn þess að hefja trúboð meðal Þjóðanna (Post 10). Orson Hyde kom hér til þess að helga Landið helga á árinu 1841.