Námshjálp
21. Jesreeldalur


21. Jesreeldalur

Ljósmynd
ljósmynd 21

Horft í suðvestur frá tindi Taborfjalls og sést þá hluti Jesreeldals, einnig þekktur sem Esdraleon sléttan. Þótt oft sé litið á Jesreel sem einn stóran dal, er hann í rauninni röð dala sem tengja Akkósléttuna við Jórdandalinn og svæðið í kringum Galíleuvatn. Megiddódalur er til dæmis í vesturhluta þessa dals. Um Jesreeldal lá aðalsamgönguleiðin austur og vestur um Landið helga milli Miðjarðarhafs í vestri og Jórdandals í austri.

Merkir atburðir: Aðalþjóðbrautin sem tengdi Egyptaland og Mesópótamíu lá um þennan dal, og hér voru margar orrustur háðar (Dóm 1:22–27; 5:19; 2 Kon 23:29–30). Hin mikla Harmagedón-orrusta, sem háð verður skömmu fyrir síðari komu frelsarans, tekur nafn af Har Megiddon eða Megiddófjalli (Esek 38; Jóel 3:9–14; Sak 14:2–5; Op 16:14–16).