Námshjálp
31. Efesus


31. Efesus

Ljósmynd
ljósmynd 31

Rústir gríska leikhússins í Efesus, þar sem Páll prédikaði. Á tímum Nýja testamentis var Efesus víðfræg um allan hinn þekkta heim fyrir sitt stórfenglega musteri sem reist var til heiðurs hinni heiðnu gyðju Grikkja, Artemis. Efesus, nú rústir einar, var eitt sinn höfuðstaður rómverska héraðsins Asíu og mikil miðstöð verslunar. Silfursmiðir borgarinnar komu sér upp blómlegri verslun með myndir af Artemis.

Merkir atburðir: Páll postuli heimsótti Efesus undir lok annarrar kristniboðsferðarinnar (Post 18:18–19). Í þriðju ferðinni dvaldi hann í borginni í tvö ár. Hann var neyddur til brottfarar vegna upphlaups silfursmiðanna sem töpuðu viðskiptum vegna prédikana Páls gegn dýrkun hinnar fölsku gyðju Artemis (Post 19:1, 10, 23–41; 20:1). Leikhúsið í Efesus var hið stærsta sem Grikkir byggðu og þar urðu félagar Páls að mæta múgnum (Post 19:29–31). Páll ritaði pistil til liðsmanna kirkjunnar í Efesus úr fangelsinu í Róm. Ein hinna sjö greina kirkjunnar í Asíu sem Opinberunarbókin er stíluð til var staðsett í Efesus (Op 1:10–11; 2:1).