Námshjálp
8. Jerúsalem


8. Jerúsalem

Ljósmynd
ljósmynd 8

Horft til norðurs yfir Jerúsalem. Á miðri mynd er musterishæðin. Á henni er nú helg bygging múslima með gulli lögðu þaki, kölluð Helgidómurinn á klettinum. Hér voru guðsþjónustur Gyðinga til forna í musteri þeirra. Múrarnir nálægt Helgidóminum á klettinum umlykja hina fornu borg Jerúsalem. Hægra megin við múrinn er Kídrondalurinn. Lengst til hægri, rétt utan við ljósmyndina, er Olíufjallið. Í norðri, handan við Helgidóminn á klettinum, er sá staður sem talinn er vera Golgata eða Hauskúpustaður.

Merkir atburðir: Jerúsalem nefndist til forna Salem (Sálm 76:2). Abraham greiddi tíund til Melkísedeks (1 Mós 14:18–20). Abraham ætlaði að fórna Ísak (1 Mós 22:2–14). Davíð konungur tók Jerúsalem frá Jebúsítum (2 Sam 5:4–9). Salómon konungur reisti musteri (1 Kon 6–7). Lehí fór héðan til fyrirheitna landsins (1 Ne 1:4; 2). Frelsarinn þjónaði, friðþægði fyrir syndir okkar, og reis upp frá dauðum (Matt 21–28). Eins og frelsarinn spáði fyrir um, var Jerúsalem tortímt stuttu eftir dauða hans (JS — M 1:3–20). Ráðist verður inn í Jerúsalem á hinum síðustu dögum (Esek 38–39; Jóel 2–3; Op 11; 16). Frelsarinn mun birtast hér sem hluta af síðari komunni (Sak 12–14; K&S 45:48–53). (Sjá LR Jerúsalem; Salem).