Námshjálp
6. Fjalllendi Júdeu


6. Fjalllendi Júdeu

Ljósmynd
ljósmynd 6

Fjalllendi Júdeu er um 56 kílómetra langt og 27 kílómetra breitt. Mikill hluti þess er grýtt land og illa fallið til ræktunar. Hæðirnar eru sundurgrafnar af dalskorningum með nokkuð frjósömum jarðvegi. Hinir fyrstu Ísraelítar bjuggu á þessum hæðum og bjuggust þar til varnar gegn innrásarherjum.

Merkir atburðir: Drottinn hét Abraham þessu landi og niðjum hans (1 Mós 13:14–18; 17:8). Sara og Abraham voru jarðsett hér í Makpelahelli í Hebron (1 Mós 23:19; 25:9). Davíð náði Jerúsalem frá Jebúsítum (2 Sam 5:4–9). Fleiri atburðir Gamla testamentis gerðust hér en á nokkru öðru svæði.