Námshjálp
30. Korinta


30. Korinta

Ljósmynd
ljósmynd 30

Korinta er helsta borg rómverska héraðsins Akkíu. Hún stóð á eiðinu sem tengir Pelóponnisos við meginland Grikklands, og hafði hafnir bæði til austurs og vesturs. Hún var auðug og voldug hafnarborg.

Merkir atburðir: Páll bjó í Korintu í eitt ár og sex mánuði og kom upp kirkju hér (Post 18:1–18). Páll ritaði nokkur bréf til meðlima kirkjunnar á Korintusvæðinu, og eru tvö þeirra nú í Nýja testamentinu (1. og 2. Korintubréf). Rómverjabréfið var líklega skrifað frá Korintu.