Námshjálp
5. Grafhýsi patríarkanna


5. Grafhýsi patríarkanna

Ljósmynd
ljósmynd 5

Þessi bygging er ein frægasta byggingin í gjörvöllu Landinu helga og byggði Heródes konungur hana í Hebron, yfir þeim stað sem arfsögnin sagði vera Makpelahelli, sem Abraham hafði keypt til að nota sem fjölskyldugrafreit. (1 Mós 23).

Merkir atburðir: Legstaður Söru (1 Mós 23) og Abrahams (1 Mós 25:9). Ísak, Rebekka, og Lea voru líka jarðsett hér (1 Mós 49:30–31). Lík Jakobs var flutt frá Egyptalandi til Kanaanlands og jarðsett í hellinum (1 Mós 50).