Námshjálp
4. Kades Barnea


4. Kades Barnea

Ljósmynd
ljósmynd 4

Hér er horft í norðausturátt yfir hinn mikla eyðimerkurdal (einnig nefndur wadi) þar sem Kades Barnea er staðsett. Vatnsflaumurinn sem hér rennur á regntímanum gerir staðinn rakan og gróðursælan mitt í Sín-óbyggðunum.

Merkir atburðir: Líklega var það héðan sem Móse sendi 12 menn til njósna inn í Kanaanland (4 Mós 13:17–30). Hér voru höfuðtjaldbúðir Ísraelíta 38 af þeim 40 árum sem þeir ráfuðu um óbyggðirnar (5 Mós 2:14). Miríam dó og var jarðsett hér (4 Mós 20:1). Það var hér sem Kóra gerði uppreisnina, söfnuðurinn möglaði, og stafur Arons laufgaðist (4 Mós 16–17). Hér í nánd laust Móse klettinn og vatn streymdi fram (4 Mós 20:7–11).