Námshjálp
2. Sínaífjall (Hóreb) og óbyggðir Sínaí


2. Sínaífjall (Hóreb) og óbyggðir Sínaí

Ljósmynd
ljósmynd 2

Það eru nokkrir möguleikar í boði þegar rætt er um hvert sé Sínaífjall. Hefð er fyrir því að Jebel Musa sé líklegasta fjallið, (Fjall Móse), sjá á meðfylgjandi ljósmynd.

Merkir atburðir: Guð birtist Móse og gaf honum boðorðin tíu (2 Mós 19–20). Móse, Aron, tveir af sonum Arons, og 70 öldungar sáu Guð og áttu við hann samskipti (2 Mós 24:9–12). Guð gaf Móse fyrirmæli um gerð tjaldbúðarinnar (2 Mós 25–28; 30–31). Ísraelítar tilbáðu gullkálf sem þeir höfðu talið Aron á að smíða (2 Mós 32:1–8). Elía flúði á þessar slóðir úr Jesreeldalnum, þar sem Jesebel drottning bjó (1 Kon 19:1–18). Það var einnig hér sem Elía talaði við Guð (1 Kon 19:8–19). (Sjá LR Sínaífjall).