Aðalráðstefna
Í dag
Aðalráðstefna október 2022


Í dag

Okkar lifandi spámaður gerir sinn hlut til að fylla jörðina af Mormónsbók. Við verðum að fylgja fordæmi hans.

Kæru bræður og systur, í Mormónsbók er orðtakið „í dag“1 notað ítrekað til að vekja athygli á leiðsögn, loforðum og kenningum. Í lokaræðu Benjamíns konungs aðvaraði hann fólkið: „Hlustið á mig [í dag,] … ljúkið upp eyrum yðar, svo að þér megið heyra, og hjörtum yðar, svo að þér megið skilja, og hugum yðar, svo að leyndardómar Guðs megi afhjúpast augliti yðar.“2 Aðalráðstefna er álíka vettvangur. Við komum til að hlýða á leiðsögn „í dag,“ svo við megum „[alltaf vera trú]“3 Drottni og fagnaðarerindi hans. Að láta sannfærast „í dag,“ er mikilvægi þess að endurnýja skuldbindingu okkar við Mormónsbók, sem Joseph Smith sagði vera „réttari en allar aðrar bækur á jörðinni.“4

Ljósmynd
Mormónsbókareintak öldungs Rasbands

Ég er með eintak af Mormónsbók í hendinni. Þetta er 1970 árgangsútgáfan mín og hún er mér dýrmæt. Af útliti sínu er hún máð og slitin, en engin önnur bók er jafn mikilvæg lífi mínu og vitnisburði og þessi. Þegar ég las hana vitnaði andinn fyrir mér að Jesús Kristur er sonur Guðs,5 að hann er frelsari minn,6 að þessar ritningar eru orð Guðs7 og að fagnaðarerindið er endurreist.8 Þessi sannindi eiga sér djúpar rætur í mér. Spámaðurinn Nefí sagði: „Sál mín hefur unun af öllu, sem Drottin snertir.“9

Ljósmynd
Öldungur Rasband með trúboðsforseta sínum og öldungi Hanks

Frá vinstri: Öldungur Ronald A. Rasband, ungur trúboði; Harold Wilkinson forseti Austur-Bandaríkjatrúboðsins; og öldungur Marion D. Hanks, aðalvaldhafi Sjötíu.

Hér er saga úr lífi mínu. Sem ungur trúboði, fór ég að leiðsögn öldungs Marions D. Hanks, sem heimsótti okkur í Austur-Bandaríkjatrúboðið. Hann var fyrrverandi forseti breska trúboðsins og tveir trúboða hans eru á pallinum í dag; mínir kæru bræður, öldungur Jeffrey R. Holland og öldungur Quentin L. Cook.10 Á sama hátt og hann gerði við trúboða sína í Englandi, skoraði hann á okkur að lesa ómerkt eintak af Mormónsbók, hið minnsta tvisvar. Ég tókst á við verkefnið. Í fyrri lestrinum átti ég að merkja við eða undirstrika allt sem vísaði til eða bar vitni um Jesú Krist. Ég notaði rauðan blýant og undirstrikaði marga ritningarhluta. Í síðari lestrinum bauð öldungur Hanks að merkt yrði við reglur og kenningar fagnaðarerindisins og í það skiptið notaði ég bláan lit til að merkja við ritningarnar. Ég las Mormónsbók tvisvar, eins og lagt var upp með, og síðan tvisvar í viðbót og notaði gult og svart til að merkja ritningarhluta sem vöktu mér áhuga.11 Eins og þið sjáið, þá gerði ég margar athugasemdir.

Ljósmynd
Eintak af Mormónsbók með merkingum

Í lestri mínum fólst miklu meira en að merkja við ritningarvers. Við hvern lestur Mormónsbókar, spjaldanna á milli, fylltist ég djúpri elsku til Drottins. Ég fann fyrir rótföstum vitnisburði um sannleika kenninga hans og hvernig þær eiga við „í dag.“ Titilinn „Annað vitni um Jesú Krist,“ er sniðinn að efni bókarinnar.12 Með þennan lærdóm og þann andlega vitnisburð sem ég hlaut, varð ég trúboði Mormónsbókar og lærisveinn Jesú Krists.13

„Í dag“ er Russell M. Nelson forseti einn mesti trúboði Mormónsbókar. Þegar hann var nýkallaður postuli, flutti hann fyrirlestur í Accra, Gana.14 Viðstaddir voru tignarmenn, þar á meðal afrískur ættbálkakonungur, sem hann ræddi við í gegnum túlk. Konungurinn tók nám sitt í Bibíunni alvarlega og elskaði Drottin. Eftir ræðu Nelsons forseta, leitaði konungurinn til hans og spurði á fullkominni ensku: „Hver ert þú? Nelson forseti útskýrði að hann væri vígður postuli Jesú Krists.15 Næsta spurning konungsins var „Hvað getur þú kennt mér um Jesú Krist?“16

Nelson forseti náði í Mormónsbók og opnaði hana í 3. Nefí 11. Saman lásu Nelson forseti og konungurinn prédikun frelsarans fyrir Nefítum: „Sjá, ég er Jesús Kristur, sem spámennirnir vitnuðu um, að koma mundi í heiminn. … Ég er ljós og líf heimsins.“17

Nelson forseti gaf konungi þetta eintak af Mormónsbók og konungurinn svaraði: „Þú hefðir getað gefið mér demanta eða rúbína, en ekkert er mér dýrmætara en þessi viðbótarþekking um Drottin Jesú Krist.“18

Þetta er ekki eitt einangrað dæmi um það hvernig okkar ástkæri spámaður deilir Mormónsbók. Hann hefur gefið hundruðum manna eintök af Mormónsbók og ber alltaf vitni um Jesú Krist. Þegar Nelson forseti hittir gesti, forseta, konunga, þjóðhöfðingja, leiðtoga fyrirtækja og samtaka og ólíkra trúarbragða, hvort sem er í höfuðstöðvum kirkjunnar eða á þeirra eigin stöðum, kynnir hann þessa bók opinberaðrar ritningar af lotningu. Hann hefði getað gefið þeim svo margt annað vafið borðum, sem hægt væri að setja á borð eða skrifborð eða í skáphillu, til að minna á heimsókn hans. Þess í stað gefur hann það sem er honum dýrmætast, langt umfram rúbína og demanta, eins og ættbálkakonungurinn sagði.

„Sannleikur Mormónsbókar,“ sagði Nelson forseti, „hefur kraft til að lækna, hugga, endurreisa, hjálpa, styrkja, hughreysta og gleðja sálir okkar.“19 Ég hef séð hvernig þessi eintök af Mormónsbók hafa verið færð í hendur þeirra sem hafa tekið á móti þeim frá spámanni Guðs. Engin gjöf getur verið dýrmætari.

Ljósmynd
Nelson forseti með forsetafrú Gambíu

Nýlega hitti hann forsetafrú Gambíu á skrifstofu sinni og rétti henni auðmjúkur Mormónsbók. Hann lét ekki þar við sitja. Hann fletti síðum bókarinnar til að lesa með henni og kenna og bera vitni um Jesú Krist, friðþægingu hans og kærleika hans til allra barna Guðs – hvarvetna.

Okkar lifandi spámaður gerir sinn hlut til að sópa jörðina með Mormónsbók.20 Hann getur þó ekki lokið einn upp flóðgáttunum. Við verðum að fylgja fordæmi hans.

Innblásinn af fordæmi hans, hef ég reynt að deila Mormónsbók af meiri auðmýkt og eldmóði.

Ljósmynd
Öldungur Rasband með forseta Mósambík

Ég var nýlega í verkefni í Mósambík. Borgarar þessa fallega lands glíma við fátækt, heilsubresti, atvinnuleysi, storma og pólitíska ólgu. Ég naut þess heiðurs að hitta forseta landsins, Filipe Nyusi. Að beiðni hans, bað ég fyrir honum og þjóð hans; ég sagði honum að við værum að byggja musteri Jesú Krists21 í landi hans. Í lok heimsóknarinnar færði ég honum eintak af Mormónsbók á portúgölsku, móðurmáli hans. Þegar hann tók við bókinni með þakklæti, bar ég vitni um vonina og fyrirheitið fyrir þjóð hans, sem finna má í orðum Drottins á síðum hennar.22

Ljósmynd
Öldungur Rasband með konungi og drottningu Lesótó

Við annað tækifæri, áttum ég og eiginkona mín, Melanie, stund með Letsie III, konungi og drottningu af Lesótó, á heimili þeirra.23 Fyrir okkur, var hápunktur heimsóknar okkar að afhenda þeim eintak af Mormónsbók og gefa síðan vitnisburð minn. Þegar ég lít til baka á þá reynslu og aðrar, kemur vers í síðari daga ritningum upp í hugann: „Að hinir veiku og einföldu fái boðað fyllingu fagnaðarerindisins til endimarka heims, og frammi fyrir konungum og stjórnendum.“24

Ljósmynd
Öldungur Rasband með Pandey sendiherra
Ljósmynd
Kirkjuleiðtogar með hans heilagleika Bartholomew patríarka

Ég hef deilt Mormónsbók með Indra Mani, sendiherra Indlands26hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf og með hans heilagleika Bartholomew partíarka26 frá Austur-rétttrúnaðarkirkjunni og mörgum öðrum. Ég hef fundið anda Drottins með okkur þegar ég hef persónulega afhent þeim þennan „burðarstein trúar okkar“27 og borið vitni um Jesú Krist, hyrningarstein trúar okkar.28

Bræður og systur, þið þurfið ekki að fara til Mósambík eða Indlands eða hitta konunga og höfðingja til að geta gefið einhverjum þessa bók helgra kenningar og loforða. Ég býð ykkur í dag að gefa Mormónsbók vinum ykkar og fjölskyldu, vinnufélögum, fótboltaþjálfara ykkar eða framleiðslumanninum á markaði ykkar. Þau þurfa orð Drottins sem finna má í þessari bók. Þau þurfa svör við spurningum þessa lífs og hins ókomna eilífa lífs. Þau þurfa að vita um sáttmálsveginn sem fyrir þeim liggur og varanlegan kærleika Drottins til þeirra. Þetta er allt hér í Mormónsbók.

Þegar þið gefið þeim Mormónsbók eruð þið að opna huga þeirra og hjörtu fyrir orði Guðs. Þið þurfið ekki að hafa prentuð eintök af bókinni meðferðis. Þið getið auðveldlega miðlað henni úr farsímanum ykkar frá ritningarhlutanum í Gospel Library appinu.29

Hugsið um alla þá sem gætu hlotið blessun fagnaðarerindisins í lífi sínu og sendið þeim síðan stafræna Mormónsbók úr símanum ykkar. Munið að láta vitnisburð ykkar fylgja með og hvernig þessi bók hefur blessað líf þitt.

Kæru vinir mínir, sem postuli Drottins, býð ég ykkur að fylgja okkar ástkæra spámanni, Nelson forseta, í því að fylla jörðina af Mormónsbók. Þörfin er svo mikil; við þurfum að bregðast við núna. Ég lofa að þið munið taka þátt í „mikilvægasta verki á jörðu,“ samansöfnun Ísraels,30 þegar þið eruð innblásin til að liðsinna þeim sem „haldið [er] frá sannleikanum vegna þess að þeir vita ekki hvar hann er að finna“31 Þau þurfa vitnisburð ykkar og vitnisburðinn um það hvernig þessi bók hefur breytt lífi ykkar og aukið nálægð ykkar við Guði, frið hans32 og hans „[miklu] gleðitíðindi.“33

Ég ber vitni um að Mormónsbók var fyrirbúin að guðlegri skipan í Ameríku til forna, til að koma fram til að lýsa yfir orði Guðs, til að leiða sálir til Drottins Jesú Krists og hins endurreista fagnaðarerindi hans „í dag.“ Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Sjá Jakob 2:2–3; Mósía 2:14, 30; 5:7; Alma 7:15; og mörg önnur vers í Mormónsbók.

  2. Mósía 2:9.

  3. Alma 53:20.

  4. Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith (2007), 64. Yfirlýsing sem spámaðurinn Joseph Smith gaf 28. nóvember 1841, á fundi með postulunum tólf: „Ég sagði bræðrunum, að Mormónsbók væri réttari en allar aðrar bækur á jörðinni og burðarsteinn trúar okkar, og að maðurinn kæmist nær Guði með því að fara eftir kenningum hennar, fremur en nokkurrar annarrar bókar.“ Lykiltilvísunina fyrir „réttari“ má rekja til opinberunar sem barst við þýðingu hennar og kenningarinnar sem kennd er í Mormónsbók sem staðfestir betur en nokkur önnur bók hinn „[skýra og dýrmæta]“ sannleika fagnaðarerindisins (sjá 1. Nefí 13:40).

  5. Sjá „Hinn lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna,“ yfirlýsing Æðsta forsætisráðsins og Tólfpostulasveitarinnar, 1. janúar 2000: „Við berum vitni sem réttilega vígðir postular hans – að Jesús er hinn lifandi Kristur, hinn ódauðlegi sonur Guðs. Hann er hinn mikli konungur Immanúel sem nú er föðurnum til hægri handar. Hann er ljós, líf og von heimsins. Vegur hans er leiðin til hamingju í þessu lífi og eilífs lífs í komandi heimi. Guði séu þakkir fyrir óviðjafnanlega gjöf guðlegs sonar hans“ (KirkjaJesuKrists.is).

  6. Sjá Jesaja 49:26; 1. Nefí 21:26; 22:12; Kenningu og sáttmála 66:1.

  7. Orð Guðs er að finna í ritningunum. Í Mormónsbók spurðu Laman og Lemúel t.d.: „Hvað merkir járnstöngin?“ og vísuðu til draums Lehís. Nefí svaraði: „Hún [táknar] orð Guðs. Og hver sá, sem fylgir orði Guðs og varðveitir það, mun aldrei farast, né heldur geta freistingar eða eldtungur andstæðingsins blindað þá og leitt þá þannig til tortímingar“ (1. Nefí 15:23–24).

  8. Sjá „Endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists: Tvö hundruð ára afmælisyfirlýsing til heimsins,“ sem inniheldur eftirfarandi: „Við lýsum yfir að Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, stofnuð 6. apríl 1830, er hin endurreista kirkja Krists í Nýja testamentinu. Kirkja þessi er grundvölluð á hinu fullkomna lífi aðalhyrningasteins hennar, Jesú Krists, og altækri friðþægingu hans og bókstaflegri upprisu. Jesús Kristur hefur enn að nýju kallað postula og veitt þeim prestdæmisvald. Hann býður okkur öllum að koma til sín og kirkju sinnar, að taka á móti heilögum anda, helgiathöfnum sáluhjálpar og hljóta varanlega gleði. … Við lýsum fagnandi yfir að hinni fyrirheitnu endurreisn miðar áfram með viðvarandi opinberun. Jörðin verður aldrei aftur söm, því Guð mun ,safna öllu … undir eitt höfuð í Kristi‘ (Efesusbréfið 1:10)“ (KirkjaJesuKrists.is).

  9. 2. Nefí 4:16.

  10. Sjá Quentin L. Cook, „Be Not Weary in Well-Doing“ (trúarsamkoma í Brigham Young háskóla, 24. ágúst 2020), speeches.byu.edu; „This Week on Social: How to Develop a Love for the Lord, Yourself and Others,“ Church News, 17. júlí 2020.

  11. Þriðji lestur, gulur: jarðfræði eða landafræði; fjórði lestur, svartur: söguþráður Mormónsbókar.

  12. „Annað vitni um Jesú Krist“ var bætt við sem undirtitil í öllum útgáfum Mormónsbókar. Kirkjuleiðtogar breyttu nafninu til að undirstrika enn frekar tilgang bókarinnar eins og segir á titilsíðunni: „Einnig til að sannfæra Gyðingana og Þjóðirnar um að Jesús er Kristur, hinn eilífi Guð, er opinberar sig öllum þjóðum.“

  13. Að vera lærisveinn Jesú Krists, er tjáning á kærleika okkar til hans. Lærisveinar hafa verið skírðir; þeir taka á sig nafn Jesú Krists; þeir leitast við að fylgja honum með því að tileinka sér eiginleika hans eins og Pétur postuli lýsti: „Leggið þess vegna alla stund á að sýna í trú ykkar dygð og í dygðinni þekkingu, í þekkingunni sjálfsaga, í sjálfsaganum þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika“ (2. Pétursbréf 1:5–7; sjá einnig Prédika fagnaðarerindi mitt: Leiðarvísir að trúboðsþjónustu [2005], 121–32).).

  14. Russell M. Nelson forseti, alþjóðlega þekktur hjartaskurðlæknir áður en hann var kallaður í Tólfpostulasveitina árið 1984, hélt fyrirlestur við læknaskóla í Accra, Gana, árið 1986 um sögu hjartaskurðaðgerða. Í viðtali síðar í fjölmiðlum útskýrði hann að hann væri þarna sem „þjónn Drottins til að hjálpa [fólkinu] að verða betri borgarar, byggja upp sterkar fjölskyldur, öðlast sanna hamingju og njóta velmegunar í landinu.“ Hann sneri aftur til Accra, Gana, 16. nóvember 2001, til að taka fyrstu skóflustunguna að Accra-musterinu í Gana (sjá „Ground Broken for First Temple in West Africa,“ Church News, 24. nóvember 2001, thechurchnews.com).

  15. Sjá General Handbook: Serving in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, 5.1.1.1: „Á okkar tíma kallar Drottinn menn fyrir milligöngu forseta kirkjunnar til að vera vígðir sem postular og þjóna í Tólfpostulasveitinni (sjá Kenning og sáttmálar 18:26–28)“ (ChurchofJesusChrist.org).

  16. Sjá Russell M. Nelson, „Mormónsbók: Hvernig væri líf þitt án hennar?,“ aðalráðstefna, október 2017.

  17. 3. Nefí 11:10–11.

  18. Sjá Russell M. Nelson, „Mormónsbók: Hvernig væri líf þitt án hennar?.“

  19. Russell M. Nelson, „Mormónsbók: Hvernig væri líf þitt án hennar?.“

  20. Sjá HDP Móse 7:62.

  21. Beira-musterið í Mosambík var tilkynnt 4. apríl 2021 af Russell M. Nelson forseta. Meira en hálf milljón manna býr í Beira, sem liggur við strönd Indlandshafs.

  22. Dæmi um vonir og loforð sem finna má í Mormónsbók eru meðal annars: 2. Nefí 31:20; Jakob 4:4–6; Alma 13:28–29; 22:16; 34:41; Eter 12:32; Moróní 7:41; 8:26.

  23. Öldungur og systir Rasband hittu konungsfjölskylduna 10. febrúar 2020, þegar þeim var falið það verkefni í Afríku að vígja Durban-musterið í Suður-Afríku.

  24. Kenning og sáttmálar 1:23.

  25. Öldungur Rasband hitti Indra Mani Pandey sendiherra, fastafulltrúa Indlands hjá Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðastofnunum í Genf, á meðan hann var á fjöltrúarlegum viðburði í Bologna á Ítalíu, þann 17. september 2021.

  26. Öldungur Rasband hitti hinn allra heilagleika, samkirkjulega patríarka, Bartholomew, frá Austur-rétttrúnaðarkirkjunni, þegar hann var á fjöltrúarlegum viðburði í Bologna á Ítalíu, þann 13. september 2021.

  27. Teachings: Joseph Smith, 64. Burðarsteinn er fleyglaga múrsteinn sem er efst í steinboga og heldur hinum steinunum á sínum stað. Spámaðurinn Joseph lýsti Mormónsbók sem „Hornsteini trúar okkar,“ vegna mikilvægis hennar við að sameina kirkjuna með meginreglum og helgiathöfnum. Mormónsbók þjónar sem „hornsteinn“ fyrir líf meðlima og hjálpar þeim að vera staðfastlega á sáttmálsveginum.

  28. Sjá Efesusbréfið 2:19–20. Jesús Kristur er aðalhyrningarsteinn kirkju okkar, sem ber nafn hans. Rétt eins og lagning hornsteins við musterið er táknræn fyrir aðalsteininn sem myndar hornið á grunni húss Guðs, er Jesús Kristur hornsteinn trúar okkar og hjálpræðis. Hann gaf líf sitt til þess að við gætum lifað; það jafnast enginn á við hann að styrkleika, tilgangi eða kærleika.

  29. Þið getið miðlað því úr farsímanum ykkar. Ein leið til að gera það er með því að opna Gospel Library appið, fara í safnið „Ritningar“ og smella síðan á „Deila núna“ efst. Þetta er líka hægt að gera í Mormónsbókar appinu með því að smella á táknið „Deila“ sem sýnir QR kóða sem vinur getur auðveldlega skannað með símanum sínum.

  30. Russell M. Nelson, „Hope of Israel“ (heimslæg trúarsamkoma ungmenna, 3. júní 2018), HopeofIsrael.ChurchofJesusChrist.org. „Þann 3. júní 2018 buðu Russell M. Nelson forseti og eiginkona hans, Wendy W. Nelson, ungmennum að ‚skrá sig í æskulýðssveit Drottins‘ og taka þátt í ,mestu áskoruninni, stærsta málstaðnum og mesta verkinu á jörðu.‘ Hver er mesta áskorunin? Samansöfnun Ísraels“ („A Call to Enlist and Gather Israel,“ New Era, mars 2019, 24).

  31. Kenning og sáttmálar 123:12.

  32. Sjá 2. Nefí 4:27; Mósía 4:3; 15:18; Alma 46:12.

  33. 1. Nefí 13:37.