Líahóna
Boð um að fylgja spámanninum
Janúar 2024


Boðskapur svæðisleiðtoga

Boð um að fylgja spámanninum

Þegar Rusell M. Nelson, forseti var kynntur fjölmiðlum sem spámaður og forseti kirkjunnar í janúar 2018, hafði þáverandi samstarfsfélagi minn, sem ekki var meðlimur kirkjunnar, orð á aldri nýja forseta okkar. „Hafðu ekki áhyggjur,“ sagði ég henni. Eftir allt, þá hefði hún ekki getað vitað að hann væri enn að sinna kirkjulegum skyldum sínum á hverju degi, að ferðast út um allan heim sem hluta af köllun sinni, að læra kínversku á háum aldri og sem unglegur 93 ára maður var hann enn ákafur í skíðabrekkum Utah.

Hins vegar var lúmsk gagnrýni í orðum hennar, sem við heyrum oft frá ýmsum veraldlegum röddum. Hvernig getið þið í „nútíma þjóðfélagi“, fylgt einni manneskju „blindandi?“ Slík yfirlýsing sýnir að heimurinn skilur ekki enn hlutverk spámanns. Öldungur Neil L. Andersen, í Tólfpostulasveitinni, lýsti yfir: „Mikilvægasta hlutverk spámanns Drottins, er að kenna og vitna um frelsarann og leiða okkur til hans. … Spámaður stendur ekki á milli [okkar] og frelsarans. Hann stendur öllu heldur við hlið [okkar] og vísar veginn til frelsarans.“1

Þar af leiðandi ber spámaðurinn ávallt þá ábyrgð að beina augum okkar og hjörtum í átt að Jesú Kristi – hinni einu uppsprettu endurlausnar okkar og sáluhjálpar. Það kom ekki á óvart að eitt af fyrstu boðum Nelsons forseta til okkar, eftir að hafa verið settur í embætti, var: „Hver er sú viska sem ykkur skortir? Hvaða mál er það sem ykkur finnst þið knúin til að leita þekkingar á? Fylgið fordæmi spámannsins Josephs. Finnið kyrrlátan stað, sem þið getir farið reglulega á. Auðmýkið ykkur fyrir Guði. Úthellið úr hjörtum ykkar til himnesks föður ykkar. Snúið ykkur til hans eftir handleiðslu og huggun. Biðjið í nafni Jesú Krists varðandi áhyggjuefni ykkar, ótta, veikleika – já, innstu hjartans þrá. Leggið síðan við hlustir! Skrifið hjá ykkur það sem upp í hugann kemur. Skráið tilfinningar ykkar og fylgið innblæstri ykkar eftir í verki. … Þið þurfið ekki að velkjast í vafa um hið sanna. Þið þurfið ekki að velta fyrir ykkur hverjum má örugglega treysta. Fyrir tilstilli persónulegrar opinberunar, getið þið sjálf hlotið staðfestingu.“2

Ég ann þessari eilífu reglu fagnaðarerindis Jesú Krists að við getum og ættum að meðtaka opinberanir fyrir okkur sjálf og fá sjálf staðfestingu. Það hefur ekkert að gera með að fylgja í blindni. Þvert á móti: Blind hlýðni væri í andstöðu við þetta reglu.

Í raun er það nákvæmlega út af þessari þörf fyrir persónuleg svör sem kirkja Jesú Krists hefur verið endurreist. Þegar hinn ungi Joseph Smith snéri til baka frá hinni undraverðu Fyrstu sýn sinni og móðir hans spurði áhyggjufull um líðan hans, hefði hann getað sagt henni frá mörgu. En á því augnabliki var bara eitt sem stóð uppúr og hann vildi miðla henni því: „Það er allt í lagi-mér líður vel. … ég [hef] komist að því sjálfur.“3 Hann hafði áður talað við marga trúfræðikennara, numið orð spámannanna í Biblíunni, hlýtt á ráð fjölskyldu og vina. En á því augnabliki, þegar hann hlaut svörin beint frá Drottni, var hann tilbúinn fyrir hina merku, helgu og stórkostlegu þjónustu hans.

Þetta dæmi úr lífi Josephs Smith ásamt köllun Nelsons forseta eru ástrík boð til okkar um að stefna að persónulegri opinberun daglega. Eins þversagnarkennt eins og það hljómar kannski í fyrstu: Að fylgja spámanninum þýðir að komast að hlutunum sjálfur, að öðlast sjálfur vitnisburð og leita leiðsagnar Guðs fyrir okkar eigið líf og fyrir hin ýmsu verkefni okkar.

Hlustum öll á leiðsögn spámanns okkar og hugleiðum hana og komumst að því fyrir okkur sjálf, enn of aftur, hvað Drottinn býður okkur persónulega að gera – og virkjum það boð af ákveðni og öllu hjarta.

Notes

  1. Öldungur Neil L. Andersen, „Spámaður Guðs,“ aðalráðstefna apríl 2018.

  2. Þegar Rusell M. Nelson, „Opinberun fyrir kirkjuna, opinberun fyrir eigið líf,“ aðalráðstefna apríl 2018, leturbreyting hér.

  3. Joseph Smith – Saga 1:20 skáletrað hér.