Scripture Stories
Lífsins tré


„Lífsins tré,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

„Lífsins tré,“ Sögur úr Mormónsbók

1. Nefí 8

Lífsins tré

Draumur Lehís

Ljósmynd
Lehí talar við fjölskylduna

Nótt eina fékk Lehí skilaboð í draumi frá Drottni. Hann sagði fjölskyldu sinni frá draumnum.

1. Nefí 8:2–4

Ljósmynd
engill talar við Lehí

Í draumi sínum sá Lehí mann í hvítum kyrtli. Maðurinn sagði Lehí að fylgja sér.

1. Nefí 8:5–6

Ljósmynd
Lehí í myrkri

Lehí sá að hann var á dimmum og tómlegum stað. Hann gekk í margar klukkustundir. En myrkrið hvarf þó ekki. Að lokum bað Lehí til Drottins um aðstoð.

1. Nefí 8:7–8

Ljósmynd
Lehí horfir á ávaxtatréð

Þegar Lehí hafði lokið bænum sínum sá hann stóra og víðáttumikla sléttu. Á akrinum var tré með hvítum ávexti. Lehí hélt að ávöxturinn myndi gera hann glaðan svo hann át hann. Sál hans fylltist af gleði.

1. Nefí 8:9–12

Ljósmynd
Lehí borðar ávöxtinn meðan Saría, Sam og Nefí standandi nærri á

Þessi ávöxtur bragðaðist betur en allir aðrir ávextir. Hann var gómsætur og ljúffengur. Lehí vildi deila honum með fjölskyldu sinni. Hann vissi að hann myndi líka færa þeim gleði. Lehí sá Saríu, Sam og Nefí standa við fljót. Þau virtust villt. Lehí kallaði til þeirra hárri röddu. Hann bað þau að koma og borða ávöxtinn.

1. Nefí 8:11–15

Ljósmynd
Laman og Lemúel ganga í burtu

Saría, Sam og Nefí komu að trénu og borðuðu ávöxtinn. Lehí leitaði að Laman og Lemúel. Hann vildi að þeir myndu líka njóta ávaxtarins. En þeir vildu ekki koma og borða ávöxtinn.

1. Nefí 8:16–18

Ljósmynd
fólk kemur að trénu

Lehí sá líka járnstöng meðfram fljótsbakkanum sem vísaði veginn að trénu. Hann sá marga ganga veginn. Allt í einu skall á svartamyrkur. Myrkrið olli því að erfitt var að sjá. Eina leiðin til að komast að trénu var að halda í járnstöngina.

1. Nefí 8:19–24

Ljósmynd
hönd sem heldur í stöng

Sumir fóru út af veginum og villtust. Aðrir héldu í járnstöngina og komust áfram.

1. Nefí 8:23–24

Ljósmynd
kona að borða ávöxt

Þegar þau komu að trénu, átu þau ávöxtinn.

1. Nefí 8:24

Ljósmynd
tré, fljót og stór bygging

Lehí leit upp og sá stóra byggingu fulla af fólki. Fólkið gerði grín að þeim sem átu ávöxtinn. Sumum þeirra sem átu ávöxtinn leið illa þegar aðrir hlógu að þeim, svo þeir fór frá trénu. Þeir ráfuðu burtu og villtust.

1. Nefí 8:25–28, 31–32

Ljósmynd
fólk við tré

Í draum sínum sá Lehí fleira fólk sem hélt fast í járnstöngina. Það færði sig áfram, skref fyrir skref þar til það kom að trénu. Það kraup við tréð og át ávöxt þess. Það hlustaði ekki á fólkið í byggingunni. Það valdi að dvelja við tréð.

1. Nefí 8:30, 33

Ljósmynd
Lehí talar við fjölskylduna

Þegar Lehí vaknaði, hafði hann áhyggjur af Laman og Lemúel. Í draumnum hans átu þeir ekki ávöxtinn. Lehí elskaði Laman og Lemúel. Hann vildi að þeir myndu dvelja nærri Drottni. Hann bauð þeim að halda boðorð Guðs.

1. Nefí 8:36–38