Scripture Stories
Stormur á hafinu


„Stormur á hafinu,” Sögur úr Mormónsbók (2023)

„Stormur á hafinu,” Sögur úr Mormónsbók

1. Nefí 18

Stormur á hafinu

Finna frið í Drottni

Ljósmynd
fjölskyldur færa mat um borð í skipið

Drottinn sagði Lehí að nú væri tími til kominn að fara um borð í skipið. Fjölskyldurnar höfðu með sér mikið af mat til að neyta á ferð sinni. Síðan fóru þau öll um borð í skipið og sigldu til fyrirheitna landsins.

1. Nefí 18:5–8

Ljósmynd
fólk drekkur um borð skipinu

Eftir marga daga á hafinu, varð sumt fólkið dónalegt og sýndi vanvirðingu. Það gleymdí því að Drottinn hafði hjálpað þeim.

1. Nefí 18:9

Ljósmynd
Lemúel, Nefí og Laman á skipinu og stormur í augsýn

Nefí óttaðist að Drottinn myndi reiðast þeim Án hjálpar Drottins, væri skip þeirra ekki öruggt. Nefí bað bræður sína að hætta.

1. Nefí 18:10

Ljósmynd
Laman og Lemúel binda Nefí

Laman og Lemúel voru reiðir Nefí. Þeir bundu hann og voru vondir við hann. Þeir hlýddu ekki Drottni og Líahóna hætti að virka. Skyndilega brast á mikill stormur. Eftir þrjá daga í storminum óttuðust þau öll að þau myndu drukkna.

1. Nefí 18:10–13

Ljósmynd
kona grátbiður Laman og Lemúel

Fjölskylda Nefís grátbað Laman og Lemúel um að leysa Nefí. En Laman og Lemúel vildu ekki leyfa neinum að leysa Nefí. Saría og Lehí voru sorgmædd og urðu mjög veik. Storminn lægði ekki.

1. Nefí 18:17–19

Ljósmynd
Nefí með Líahóna

Á fjórða degi vissu Laman og Lemúel að skipið var við það að sökkva. Þeir iðruðust og leystu Nefí. Þegar Nefí baðst fyrir lægði storminn. Líahóna fór aftur að virka. Nefí notaði Líahóna til að stýra skipinu í rétta stefnu.

1. Nefí 18:14–15, 20–22

Ljósmynd
fjölskyldur yfirgefa skipið og Lehí biðst fyrir

Eftir marga daga, komust fjölskyldurnar til fyrirheitna landsins.

1. Nefí 18:23