Scripture Stories
Spámaðurinn Eter


„Spámaðurinn Eter,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Eter 6; 12–15

Spámaðurinn Eter

Aðvörun Drottins til þjóðar

Ljósmynd
glatt fólk á markaði borgar

Drottinn leiddi bróður Jareds og fjölskyldu hans til fyrirheitna landsins. Þau voru auðmjúk og héldu boðorð Guðs. Hópurinn þeirra stækkaði yfir mörg ár og þau vildu konung til að leiða sig. Bróðir Jareds varaði þau við því að það gæti leitt til vandræða að hafa konung, en hann leyfði að fólkið veldi sér konung.

Eter 6:5, 12–18, 22–24, 27

Ljósmynd
Jaredítar eru reiðir og benda fingri að Eter

Jaredítar lifðu í fyrirheitna landinu í hundruðir ára. Stundum leiddu konungar þeirra þau til góðra hluta, en stundum ekki. Spámenn Guðs kölluðu fólkið til iðrunar. Guð blessaði fólkið þegar það hlustaði og hélt boðorð hans. Síðasti spámaður Jaredíta hét Eter.

Eter 7:23–27; 9:26–30; 10:16–17, 28; 11:1–8, 12–13, 20–22; 12:2

Ljósmynd
Eter situr og kennir og sumir eru reiðir

Fólkið var ekki að hlýða Guði. En andi Drottins var með Eter. Hann kenndi þeim frá morgni til kvölds. Hann sagði þeim að trúa á Guð og iðrast eða þeim yrði eytt. Ef þau hefðu trú gætu þau átt þá von að lifa með Guði aftur og hafa styrk til að gera góða hluti. Fólkið trúði ekki.

Eter 11:22; 12:2–5; 13:2

Ljósmynd
Eter situr í helli sínum og skrifar

Eter horfði á hvað fólkið gerði. Hann faldi sig í helli yfir daginn og skrifaði það sem hann sá. Fólkið iðraðist ekki og fór að berjast við hvert annað.

Eter 13:13–15

Ljósmynd
Kóríantumr horfir beint fram

Eter sá að konungur Jaredíta, Kóríantumr, þurfti að berjast við marga sem vildu verða konungur. Kóríantumr notaði her sinn til að verja sig.

Eter 12:1; 13:15–19

Ljósmynd
Eter talar við Kóríantumr

Dag einn sagði Drottinn Eter að aðvara Kóríantumr og bjóða þegnum hans að iðrast. Ef þau gerðu svo myndi Drottinn hjálpa fólkinu og leyfa Kóríantumr að halda konungsríki sínu. Ef ekki myndi fólkið eyða hvert öðru. Kóríantumr myndi lifa nógu lengi til að sjá að orð Drottins væru sönn. Svo myndi hann líka deyja.

Eter 13:20–21

Ljósmynd
Sís og hermenn hans berjast við hermenn Kóríantumr og Eter horfir á

Kóríantumr og þegnar hans iðruðust ekki. Fólkið reyndi að drepa Eter en hann náði að flýja í hellinn sinn. Maður að nafni Sís barðist gegn Kóríantumr. Fólkið valdi að ganga til liðs við ýmist hersveitir Sís eða hersveitir Kóríantumr. Hermenn þeirra beggja háðu margar orustur. Fjöldi fólks lét lífið.

Eter 13:22–25; 14:17–20; 15:2

Ljósmynd
Hersveitir Kóríantumr berjast við hersveitir Sís og Kóríantumr skrifar bréf

Kóríantumr mundi eftir því sem Eter sagði. Hann var dapur yfir því hve margt af hans fólki hafði látið lífið. Hann mundi að spámennirnir höfðu allir varað hann við að þetta myndi gerast. Hann tók að iðrast og sendi bréf til Sís. Hann sagði að hann myndi gefa frá sér konungsríkið ef hægt væri að bjarga fólkinu hans. En Sís vildi berjast.

Eter 15:1–5

Ljósmynd
hersveit karla, kvenna og barna ganga í takt og Eter horfir á

Þegnar Kóríantumr voru reiðir og vildu berjast. Þegnar Sís voru líka reiðir og vildu berjast. Enginn vildi iðrast. Eter sá að sérhver manneskja fór til bardaga. Enn fleiri létu lífið.

Eter 15:6, 12–17

Ljósmynd
Kóríantumr krýpur á kné í rigningu, haldandi á spjóti

Kóríantumr vildi enda stríðið. Hann bað Sís að taka konungsríkið og meiða ekki þegna sína. En allir voru reiðir. Þau höfðu ekki anda Drottins. Eter sá að allir héldu áfram að berjast þar til Kóríantumr var eini Jaredítinn eftir á lífi, að honum undanskildum. Svo missti Kóríantumr meðvitund.

Eter 15:18–30, 32

Ljósmynd
Eter krýpur og biður til Guðs við altari á hæð einni og heimildirnar eru varðveittar í helli þar nærri

Eter sá að allt rættist sem Drottinn hafði sagt. Eter lauk við að skrifa hvað gerðist. Hann sá svo til þess að fólk myndi finna rit sitt eftir sinn dag. Eter treysti Guði og hlakkaði til að vera með honum dag einn.

Eter 15:33–34