Scripture Stories
Moróní hershöfðingi og Serahemna


„Moróní hershöfðingi og Serahemna,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Alma 43–44

Moróní hershöfðingi og Serahemna

Bardagi og loforð um að lifa í friði

Ljósmynd
Serahemna leiðir hersveitir sínar

Serahemna var leiðtogi hersveita Lamaníta. Hann vildi ríkja yfir Nefítunum og láta þá þjóna fólkinu sínu. Serahemna leiddi hersveitir sínar til að ráðast á Nefítana.

Alma 43:3–8

Ljósmynd
Hersveitir Nefíta horfa á hersveitir Lamaníta

Nefítar vildu vernda heimili sín, fjölskyldur og trúarbrögð. Þeir vissu að þeir gætu ekki lofsamað Drottin ef Lamanítar ríktu yfir þeim. Nefítar kusu að berjast við óvini sína.

Alma 43:9–10, 14–15

Ljósmynd
Moróní horfir fram á við með ský í bakgrunni

Maður að nafni Moróní var hershöfðingi hersveita Nefíta. Moróní tryggði að hersveitir sínar væru reiðubúnar að berjast.

Alma 43:16–17

Ljósmynd
Moróní hershöfðingi og Nefítahermenn tilbúnir að berjast

Hermenn Morónís komu með vopn og Moróní fékk þeim öflug herklæði og skildi þeim til varnar.

Alma 43:18–19

Ljósmynd
Lamanítar horfa á hersveitir Nefíta og eru hræddir

Moróní fór með hersveitir sínar til að ráðast á Lamanítana. En þegar Lamanítarnir sáu að Nefítarnir voru með herklæði og skildi urðu þeir hræddir við að berjast. Lamanítarnir voru aðeins í þunnum klæðum, en ekki í herklæðum sér til varnar.

Alma 43:19–21

Ljósmynd
Hermenn Lamaníta hlaupa í skógi

Lamanítarnir fóru. Þeir reyndu að laumast til annars Nefílands. Þeir héldu að Nefí myndi ekki vita hvert þeir fóru.

Alma 43:22

Ljósmynd
Njósnarar Nefíta horfa á hermenn Lamaníta hlaupa

Um leið og Lamanítarnir fóru sendi Moróní njósnara til að fylgja þeim eftir.

Alma 43:23

Ljósmynd
Nefítahermaður hlýðir á Alma

Þá sendi Moróní skilaboð til Alma spámanns. Hann vildi að Alma myndi spyrja Drottin hvað Lamanítarnir hyggðust gera. Drottinn sagði Alma að Lamanítarnir væru að ráðgera árás á landið Manti sem var veikt fyrir. Moróní hlýddi á Alma. Hann fór með hersveitir sínar til berjast gegn Lamanítum.

Alma 43:23–33

Ljósmynd
Hermenn Lamaníta og Nefíta berjast

Herirnir börðust. Lamanítarnir voru afar sterkir og reiðir. Nefítarnir urðu hræddir við Lamanítana og ætluðu að hlaupa í burtu. En Moróní minnti þá á fjölskyldur þeirra og trú, svo þeir héldu áfram að berjast.

Alma 43:34–37, 43–48

Ljósmynd
Moróní réttir fram hönd sína til að stöðva bardagann

Nefítarnir báðu Guð um hjálp. Drottinn bænheyrði þá og gaf þeim mikinn kraft. Nú urðu Lamanítarnir hræddir. Þeir voru innikróaðir og gátu ekki flúið. Þegar Moróní sá að Lamanítarnir voru hræddir sagði hann hermönnum sína að stöðva bardagann. Moróní vildi ekki drepa Lamanítana.

Alma 43:49–53; 44:1–2

Ljósmynd
Moróní talar við Lamanítana

Moróní sagði Serahemna að Lamanítarnir gætu farið ef þeir lofuðu að berjast aldrei við Nefítana aftur. Serahemna var reiður og reyndi að halda áfram að berjast en hann gat ekki sigrað hermenn Morónís. Þá lofuðu Serahemna og hermenn hans að lifa í friði og Moróní leyfði þeim að fara.

Alma 44:1–20