Scripture Stories
Konurnar í óbyggðunum


„Konurnar í óbyggðunum,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

1. Nefí 16–17

Konurnar í óbyggðunum

Ganga með Drottni

Ljósmynd
konur við vinnu

Dætur Ísmaels ferðuðust með fjölskyldum sínum út í óbyggðirnar. Ferðin var erfið. Að nokkrum tíma liðnum, giftust þær sonum Lehís og Saríu.

1. Nefí 16:7; 17:1

Ljósmynd
daprar dætur við gröf Ísmaels

Dag einn dó Ísmael. Dætur hans voru mjög sorgmæddar. Þær söknuðu föður síns. Dæturnar óttuðust að þær og fjölskyldur þeirra myndu einnig deyja í óbyggðunum. Þær voru ósáttar við Lehí og Nefí og þær vildu fara aftur til Jerúsalem.

1. Nefí 16:34–36

Ljósmynd
systur hughreysta hverja aðra

Rödd Drottins talaði til dætra Ísmaels og fjölskyldna þeirra. Þær iðruðust og Drottinn blessaði þær.

1. Nefí 16:39

Ljósmynd
Saría með ung börn

Konurnar eignuðust börn í óbyggðunum. Saría eignaðist tvo aðra syni, Jakob og Jósef.

1. Nefí 17:1; 18:7

Ljósmynd
fjölskyldur ferðast

Drottinn hjálpaði konunum á ferð sinni. Hann blessaði þær með mikilli mjólk fyrir börn sín. Hann hjálpaði konunum að verða sterkari þegar þær ferðuðust.

1. Nefí 17:1–3

Ljósmynd
mæður og börn í tjaldi

Drottinn sagði að hann væri að leiða dæturnar og fjölskyldur þeirra til fyrirheitna landsins. Drottinn lofaði fjölskyldunum að þær myndu hafa allt sem þær þyrftu á ferð sinni. Hann gerði fæðuna sem þau veiddu góða til áts og hann leiðbeindi þeim.

1. Nefí 17:3, 5, 12–14

Ljósmynd
fjölskyldur við sjávarsíðuna

Eftir átta ár í óbyggðunum, komu fjölskyldurnar að hafinu. Konurnar glöddust með fjölskyldum sínum. Landið við sjóinn var fagurt. Þau gáfu landinu nafnið Nægtarbrunnur, vegna allra ávaxtanna þar og villihunangsins. Drottinn hafði undirbúið þetta allt fyrir þau.

1. Nefí 17:4–6