Scripture Stories
Nýtt heimili í fyrirheitna landinu


„Nýtt heimili í fyrirheitna landinu,” Sögur úr Mormónsbók (2023)

„Nýtt heimili í fyrirheitna landinu,” Sögur úr Mormónsbók

2. Nefí 4–5

Nýtt heimili í fyrirheitna landinu

Nefítar og Lamanítar

Ljósmynd
fjölskyldur í kringum Lehí

Fjölskylda Lehís og Saríu hélt áfram að stækka í fyrirheitna landinu. Börn þeirra eignuðust sín eigin börn. Lehí var að eldast. Áður en hann dó blessaði hann fólkið í fjölskyldu sinni. Hann sagði því að Drottinn myndi hjálpa þeim ef þau héldu boðorð hans.

2. Nefí 4:3–12

Ljósmynd
Laman og Lemúel fylgjast með Nefí

Eftir dauða Lehís, leiddi Nefí fólkið. Hann sagði því að hlýða Drottni. Laman og Lemúel voru reiðir. Þeir vildu drepa Nefí svo þeir gætu leitt fólkið.

2. Nefí 4:13; 5:1–4

Ljósmynd
hópur fólks á ferðalagi

Drottinn sagði Nefí að fara burt með fjölskyldu sína og alla aðra sem vildu fylgja Drottni. Þau ferðuðust í marga daga og fundu nýjan stað til búsetu.

2. Nefí 5:1, 5–8

Ljósmynd
fólk við bústörf

Þau sem fóru með Nefí voru nefnd Nefítar og þau sem urðu eftir voru nefnd Lamanítar. Nefítarnir báðu Nefí að leiða sig. Þeir lögðu hart að sér. Þeir ræktuðu landið, voru með skepnur, byggðu musteri og aðrar byggingar. Prestar og kennarar kenndu þeim um Drottin og fólkið var ánægt.

2. Nefí 5:9–11, 13–17, 26–27