Scripture Stories
Abis


„Abis,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Alma 17–19

Abis

Hún hjálpar fólkinu sínu að trúa á Jesú

Ljósmynd
Abis gengur í gegnum þorp

Abis starfaði fyrir drottningu sem var Lamaníti. Abis hafði lært um Jesú Krist úr sýn sem faðir hennar sá. Í mörg ár trúði hún á Jesú og vildi fylgja honum. En hún hafði ekki ennþá sagt hinum Lamanítunum það.

Alma 19:16–17

Ljósmynd
Abis fylgist með drottningu, konungi og Ammon

Dag einn kom Nefíti sem hét Ammon til konungsríkisins að kenna Lamanítum um Jesú og Guð. Drottningin og konungurinn trúðu því sem Ammon kenndi. Drottningin og konungurinn vissu að Jesú myndi koma til jarðar og búa svo um að allir sem á hann myndu trúa gætu hlotið fyrirgefningu.

Alma 17:12–13; 18:33–36, 39–40; 19:9, 13

Ljósmynd
Abis sér alla falla til jarðar

Drottningin og konungurinn fundu fyrir heilögum anda og voru svo glöð að þau féllu til jarðar. Ammon og þjónar hans féllu líka til jarðar. Abis var sú eina sem stóð uppi.

Alma 19:6, 13–16

Ljósmynd
Abis talar við fjölda fólks

Abis vildi segja fólkinu frá þessu kraftaverki. Hún vonaði að fólkið myndi trúa á kraft Guðs þegar þau sæu hvað hafði gerst. Abis fór því hús úr húsi hlaupandi. Hún sagði fólkinu að sjá hvað Guð hafði gert fyrir drottninguna og konunginn.

Alma 19:17

Ljósmynd
margir sáu fólkið á jörðinni.

Margir komu í híbýli drottningar og konungs. Þau voru hissa því það leit út sem drottning, konungur og allir þjónar þeirra væru látin.

Alma 19:18

Ljósmynd
fólk að rífast

Fólkið var ráðvillt. Það deildi um hvað hefði komið fyrir drottningu og konung.

Alma 19:19–21

Ljósmynd
Abis krýpur og heldur í hönd drottningar

Þegar Abis kom aftur til baka sá hún fólk vera að rífast. Hún var döpur því það sá ekki mátt Guðs. Síðan tók hún í hönd drottningar og drottningin reis á fætur og lofaði Jesú.

Alma 19:28–29

Ljósmynd
konungurinn og drottningin standa með Abis og Ammon

Drottning tók í hönd eiginmanns síns og hann reis á fætur. Konungur sagði fólkinu frá Jesú. Síðan risu Ammon og hinir þjónarnir á fætur. Þau sögðu fólkinu að Jesú hefði breytt þeim. Nú vildu þau aðeins gera góða hluti. Margir trúðu þeim.

Alma 19:29–36

Ljósmynd
Abis, drottningin og konungurinn horfa á skírn.

Eins og Abis hafði vonað sá fólkið mátt Guðs. Margir trúðu á Jesú og meðtóku skírn. Þau höfðu anda Guðs með sér. Þau settu meira að segja á fót kirkjuna í landi sínu. Þau sáu að Jesús hjálpar sérhverjum sem iðrast og trúir á hann.

Alma 19:17, 31, 35–36