Scripture Stories
Alma og Amúlek í fangelsi


„Alma og Amúlek í fangelsi,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Alma 14

Alma og Amúlek í fangelsi

Hafa trú á Drottin þegar erfiðleikar steðja að

Ljósmynd
Alma og Amúlek með vörðum

Alma og Amúlek kenndu fagnaðarerindið í borginni Ammónía. Sumt fólk trúði á Drottinn og iðraðist. Margir voru samt reiðir út í Alma og Amúlek og vildu gjöreyða þeim. Reiða fólkið batt þá Alma og Amúlek og fór með þá til yfirdómara borgarinnar.

Alma 8:29–30; 14:1–4

Ljósmynd
Alma og Amúlek bundnir á höndum

Yfirdómarinn trúði því ekki að fólk hans þyrfti að iðrast. Fólkið var reitt Alma og Amúlek. Það lét þá sem trúðu Alma og Amúlek yfirgefa borgina. Síðan hentu þeir konunum og börnunum sem trúðu á Drottin á bálköst.

Alma 14:3, 5–9; 14, 16

Ljósmynd
Amúlek og Alma virðast mjög daprir

Amúlek var mjög dapur þegar hann sá fólk sitt kveljast. Hann bað Alma að nota kraft Guðs til að bjarga því. Alma sagði þá að andi Guðs myndi ekki leyfa honum það. Hann sagði Amúlek að konurnar og börnin myndu vera með Drottni. Drottinn myndi dæma fólkið sem drap þau.

Alma 14:9–11

Ljósmynd
yfirdómarinn hlæjandi

Yfirdómarinn gerði grín að Alma og Amúlek vegna þess að Drottinn verndaði ekki konurnar og börnin. Hann setti Alma og Amúlek í fangelsi.

Alma 14:14–17

Ljósmynd
Alma og Amúlek í fangelsi

Eftir þrjá daga fór yfirdómarinn í fangelsið með falsprestunum sínum. Þeir spurðu margra spurninga. En Alma og Amúlek svöruðu þeim ekki.

Alma 14:18–19

Ljósmynd
Yfirdómarinn hlær að Alma og Amúlek í fangelsi

Yfirdómarinn og prestarnir hans gerðu grimmilega hluti við Alma og Amúlek. Þeir gáfu Alma og Amúlek heldur ekki mat né vatn. Þeir gerðu einnig grín af því sem Alma og Amúlek höfðu kennt.

Alma 14:19–22

Ljósmynd
Amúlek og Alma bundnir og yfirdómarinn nærri

Alma og Amúlek þjáðust í marga daga. Yfirdómarinn kom aftur með prestum sínum. Hann sagði Alma og Amúlek að ef þeir hefðu kraft Guðs skyldu þeir slíta bönd sín af sér. Þá myndi hann trúa þeim.

Alma 14:23–24

Ljósmynd
Amúlek og Alma rísa á fætur

Alma og Amúlek finna fyrir krafti Guðs. Þeir risu á fætur. Alma hafði trú á Drottni og bað um kraft til þess að slíta böndin.

Alma 14:25–26

Ljósmynd
böndin slitna

Alma og Amúlek slitu af sér böndin. Yfirdómarinn og prestar hans voru hræddir. Þeir reyndu að hlaupa í burtu en jörðin tók þá að skjálfa.

Alma 14:26–27

Ljósmynd
Amúlek og Alma ofan á eyðilögðu fangelsinu.

Veggir fangelsisins féllu ofan á yfirdómarann og presta hans og þeir dóu. Drottinn hélt Alma og Amúlek öruggum. Þegar fólkið heyrði hávaðann, hljóp það til að sjá hvað var að gerast. Einungis Alma og Amúlek gengu út úr fangelsinu. Fólkið var svo hrætt við Alma og Amúlek að það hljóp í burtu.

Alma 14:27–29