Scripture Stories
Jakob og Serem


„Jakob og Serem,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Jakob 7

Jakob og Serem

Vitnisburður spámanns um Jesú Krist

Ljósmynd
Jakob kennir börnum

Jakob var spámaður sem sá Jesú Krist. Hann vildi að fólkið tryði á Jesú. Jakob kenndi fólkinu að halda boðorð Guðs. Hann lagði hart að sér við að kenna fólkinu um Jesú.

2. Nefí 11:2–3; Jakob 1:1–8, 17–19

Ljósmynd
Serem talar við fólk

Dag einn fór maður sem hét Serem að kenna fólkinu. En Serem kenndi að Jesús væri ekki til. Serem var vel máli farinn og margir Nefítar trúðu því sem hann sagði. Vegna hans, hættu margir að trúa á Jesú. Serem vildi einnig að Jakob hætti að trúa á Jesú.

Jakob 7:1–5

Ljósmynd
Serem talar og bendir á Jakob

Serem sagði að enginn gæti vitað hvað gerðist í framtíðinni. Hann sagði að enginn gæti vitað hvort Jesús væri raunverulegur, því hann væri ekki kominn til jarðar. En Jakob sagði að ritningarnar og allir spámennirnir kenndu um Jesú. Guð hafði sýnt Jakob að Jesús myndi koma til jarðar.

Jakob 7:6–12

Ljósmynd
Serem talar og glottir

Serem vill ekki trúa. Hann vildi að Jakob sýndi honum tákn um að Jesús væri raunverulegur.

Jakob 7:13

Ljósmynd
Jakob réttir upp hönd

Jakob sagði að Serem vissi að Jesús myndi koma og að hann þyrfti ekki tákn. Jakob sagði að Guð myndi láta Serem falla í yfirlið til að sýna kraft Guðs og að Jesús væri raunverulegur.

Jakob 7:14

Ljósmynd
Serem fellur niður á hné umkringdur fólki

Skyndilega veiktist Serem og féll til jarðar. Eftir marga daga, vissi hann að hann myndi deyja. Hann sagði fólkinu að Satan hefði leikið á sig. Hann sagðist hafa logið að Guði. Hann vissi allan tímann að Jesús væri raunverulegur. Svo dó Serem. Fólkið las ritningarnar og trúði á Jesú.

Jakob 7:15–23