Scripture Stories
Enos


„Enos,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

„Enos,“ Sögur úr Mormónsbók

Enos 1

Enos

Máttug bæn til Drottins

Ljósmynd
Enos við veiðar

Jakob færði syni sínum Enos töflurnar. Enos skrifaði á þær eins og Jakob gerði. Dag einn fór Enos til veiða. Hann mundi hvað faðir hans hafði kennt sér um Drottin. Jakob hafði kennt Enosi að það myndi færa honum gleði að fylgja Drottni.

Jakob 7:27; Enos 1:2–3

Ljósmynd
Enos biðst fyrir yfir daginn.

Enos vildi finna gleðina sem faðir hans talaði um. Hann ákvað að biðja til Drottins. Hann baðst fyrir allan daginn og fram á kvöld.

Enos 1:3–4

Ljósmynd
Enos lítur upp

Drottinn sagði Enosi að syndir hans væru honum fyrirgefnar. Enos fann fyrir mikilli gleði. Enos var blessaður vegna trúar sinnar á Jesú Krist.

Enos 1:3, 5–8

Ljósmynd
Enos biðst fyrir að kvöldi

Enos vildi að Nefítar myndu líka finna þessa gleði. Hann hélt áfram að biðjast fyrir. Hann bað Drottin um að Nefítarnir finndu þessa sömu gleði.

Enos 1:9

Ljósmynd
Enos hamingjusamur

Drottinn sagði Enosi að hann yrði með Nefítunum ef þeir héldu boðorð hans. Þegar Enos heyrði þetta, varð trú hans á Drottin enn sterkari.

Enos 1:10–11

Ljósmynd
Enos ritar á gulltöflur

Enos biðst fyrir aftur. Hann bað Drottin að blessa Lamanítana og varðveita töflurnar og ritmálið á þeim. Hann vildi að Lamanítarnir gætu lesið töflurnar og trúað á Drottin. Drottinn lofaði Enosi að Lamanítarnir myndu dag einn lesa ritmálið.

Enos 1:11–17