Scripture Stories
Alma yngri


„Alma yngri,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

„Alma yngri,“ Sögur úr Mormónsbók

Mósía 25:-28; Alma 36

Alma yngri

Mikil breyting

Ljósmynd
Mósía og Alma eldri

Mósía konungur veitti Alma vald til að leiða kirkjuna í Sarahemla. Alma kenndi fólkinu að iðrast og trúa á Drottin.

Mósía 25:19–24; 26

Ljósmynd
Alma yngri

Alma eignaðist son sem einnig var nefndur Alma. Alma yngri trúði ekki því sem faðir hans hafði kennt.

Mósía 27:8

Ljósmynd
Alma yngri og synir Mósía tala við fólkið.

Mósía átti syni sem trúðu ekki á Drottin. Þeir voru vinir Alma yngri. Þeir vildu allir yfirgefa kirkjuna. Alma og synir Mósía fengu margt fólk til að gera hluti sem voru andstæðir boðorðum Guðs.

Mósía 27:9–10; Alma 36:6

Ljósmynd
Alma yngri og synir Mósía hræðast engil

Dag einn sendi Drottinn engil til að stöðva þá. Engillinn sagði þeim að hætt að reyna að eyðileggja kirkjuna. Alma og synir Mósía voru svo hræddir að þeir féllu til jarðar.

Mósía 27:11–18; Alma 36:6–9

Ljósmynd
Alma yngri kvelst

Alma gat ekki talað né hreyft sig í þrjá daga og þrjár nætur. Honum leið mjög illa vegna allra þeirra röngu hluta sem hann hafði gert. Hann hafði líka áhyggjur því hann hafði leitt marga frá Drottni.

Mósía 27:19; Alma 36:10–16

Ljósmynd
Alma yngri krýpur

Alma fann mikinn sárauka vegna synda sinna. Þá mundi hann eftir því að faðir hans hafði talað um Jesú Krist, son Guðs.

Alma 36:17

Ljósmynd
Alma yngri gleðst

Alma bað Jesús að fyrirgefa sér. Eftir að hann baðst fyrir, mundi hann ekki eftir sársauka sínum. Hann vissi að Drottinn hafði fyrirgefið sér. Honum leið ekki lengur illa út af syndum sínum. Þess í stað fann Alma fyrir mikilli gleði.

Mósía 27:24, 28–29; Alma 36:18–22

Ljósmynd
Alma yngri og synir Mósía hjálpa manneskju

Alma fékk styrk sinn aftur. Hann og synir Mósía ákváðu að iðrast og reyna að laga allan sársaukann sem þeir höfðu valdið. Þeir þjónuðu Drottni frá þessum tíma með því að hjálpa öðrum að iðrast. Þeir ferðuðust um ríki Mósía og kenndu fólkinu um Jesú.

Mósía 27:20–24, 32–27; Alma 36:23–26

Ljósmynd
synir Mósía fara

Alma og synir Mósía vildu deila þeirri gleði sem kenningar Jesú vöktu í líf þeirra. Þeir lögðu mjög hart að sér við að þjóna Drottni og fólkinu. Synir Mósía ákváðu að fara og kenna Lamanítunum um Jesú. Alma ákvað að vera kyrr og kenna Nefítum.

Mósía 27:32–37; 28:1–10; 29:42–43