Scripture Stories
Bræðurnir Nefí og Lehí


„Bræðurnir Nefí og Lehí,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Helaman 3–6

Bræðurnir Nefí og Lehí

Heyra rödd af himnum ofan

Ljósmynd
bræðurnir Nefí og Lehí kenna fólki og her Lamaníta er nærri

Nefí og Lehí voru bræður sem vildu að allir myndu þekkja fagnaðarerindi Jesú Krists. Nefítarnir og Lamanítarnir voru í stríði en bræðurnir kenndu fólki úr báðum hópum. Dag einn er þeir ferðuðust til að kenna fólki setti herdeild Lamaníta þá í fangelsi.

Helaman 3:20–21, 37: 4:4–5, 14; 5:4–21

Ljósmynd
Hermenn Lamaníta ganga að fangelsinu sem Nefí og Lehí eru vistaðir í

Mörgum dögum síðar kom herinn að fangelsinu til að taka Nefí og Lehí af lífi.

Helaman 5:22

Ljósmynd
hringur úr eldi verndar Nefí og Lehí, hermenn falla til jarðar og dökkt ský birtist

Áður en nokkur gat meitt Nefí og Lehí, birtist hringur gerður úr eldi umhverfis þá. Eldurinn brenndi þá ekki. Þess í stað gætti Guð öryggis þeirra. Síðan tók jörðin að skjálfa. Það var sem veggir fangelsisins væru að hrynja niður. Brátt huldi dökkt ský alla aðra í fangelsinu. Fólkið varð mjög hrætt.

Helaman 5:23–28

Ljósmynd
fólk stendur í dökku skýi og horfir á ljósgeisla

Rödd heyrðist fyrir ofan dökka skýið. Hún var lágvær, sem hvísl væri, en fólkið fann fyrir henni í hjörtum sínum. Þetta var rödd Guðs. Guð sagði þeim að iðrast.

Helaman 5:29–30, 46–47

Ljósmynd
karlar og konur líta upp í gegnum brotna skýjahulu

Jörðin og fangelsið skulfu meira. Röddin heyrðist aftur og sagði fólkinu að iðrast. Fólkið gat sig hvergi hrært vegna skýsins og af ótta.

Helaman 5:31–34

Ljósmynd
Amínadab bendir á Nefí og Lehí sem ljóma og horfa upp

Maður einn meðal fjöldans hét Amínadab. Hann tilheyrði eitt sinn kirkju Guðs. Hann sá að andlit Nefís og Lehís tóku að skína bjart. Þeir litu út sem englar væru. Svo virtist sem þeir töluðu við einhvern af himnum ofan. Amínadab sagði öllum að líta á Nefí og Lehí.

Helaman 5:35–39

Ljósmynd
margir karlar og konur líta upp í gegnum dökka skýjahulu og biðjast fyrir

Fólkið spurði Amínadab hvað það gæti gert til að losna við dökka skýið. Amínadab deildi því sem hann vissi um Guð og Jesú. Hann sagði fólki að iðrast, trúa á Jesú og biðja til Guðs. Fólkið hlustaði á Amínadab. Það baðst fyrir þar til myrkrið fór í burtu.

Helaman 5:40–42

Ljósmynd
fólk biðst fyrir umkringt ljósi og eldi

Eldurinn frá Guði umkringdi fólkið en brenndi það ekki. Fólkið fylltist af heilögum anda og var mjög hamingjusamt. Það sagði dásamlega hluti. Röddinn heyrðist aftur. Hún sagði þeim að hafa frið vegna trúar þeirra á Jesú. Englar komu og heimsóttu fólkið.

Helaman 5:43–49

Ljósmynd
Nefí og Lehí yfirgefa fangelsið og fólkið horfir á

Nefí, Lehí og allt fólkið yfirgaf fangelsið. Það sagði mörgu fólki um landið allt hvað það hafði séð og heyrt þennan dag. Flestir Lamanítana trúðu og kusu að fylgja Jesú. Þeir hættu að berjast í stríðinu. Þess í stað hjálpuðu þeir fólkinu að trúa á Jesú og iðrast.

Helaman 5:50–52; 6:1–6