Scripture Stories
Nóa konungur og Limí konungur


„Nóa konungur og Limí konungur,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Mósía 19–22

Nóa konungur og Limí konungur

Flótti frá Lamanítum

Ljósmynd
Gídeon heldur á sverði og stendur nálægt turni og Nóa er í turninum og bendir á her Lamaníta

Nóa konungur ríkti yfir hópi Nefíta. Hann gerði marga slæma hluti og sumt fólk var honum reitt. Maður að nafni Gídeon barðist við Nóa með sverði. Nóa flúði og klifraði upp í turn. Úr turninum sá hann her Lamaníta koma. Nóa lét sem hann óttaðist um fólk sitt svo Gídeon leyfði honum að lifa.

Mósía 11:1–2; 19:2–8

Ljósmynd
Nóa flýr í burtu og fólk Nóa er hrætt.

Nóa og fólkið hans flúði. En Lamanítarnir eltu þau og byrjuðu að ráðast á þau. Nóa sagði mönnunum að skilja fjölskyldur sínar eftir og fara með sér.

Mósía 19:9–11

Ljósmynd
Limí, Gídeon og aðrir Nefítar mæta her Lamaníta

Sumir mannanna fór með Nóa. En margir þeirra kusu að vera um kyrrt með fjölskyldum sínum. Limí sonur Nóa valdi að vera um kyrrt.

Mósía 19:12; 16–17

Ljósmynd
konur standa fyrir framan Limí og aðra Nefíta

Fjöldi dætra stóð fyrir framan herinn og bað Lamanítana um að meiða ekki fjölskyldur þeirra. Lamanítarnir hlustuðu á dæturnar og leyfðu Nefítunum að lifa. Þess í stað handsömuðu þeir Nefítana.

Mósía 19:13–15

Ljósmynd
Nóa og menn hans eru reiðir hver öðrum

Mennirnir sem flúðu vildu fara aftur til fjölskyldna sinna. Nóa reyndi að stöðva þá og því tóku þeir hann af lífi. Síðan fóru þeir aftur til fjölskyldna sinna.

Mósía 19:18–22

Ljósmynd
Nefítamennirnir heilsa fjölskyldum sínum og Gídeon.

Mennirnir voru glaðir að fjölskyldur þeirra væru öruggar. Þeir sögðu Gídeon hvað komið hafði fyrir Nóa.

Mósía 19:22–24

Ljósmynd
Limí gefur Lamanítunum fæðu og skepnur.

Fólkið kaus Limí sem sinn nýja konung. Limí lofaði konungi Lamaníta að þeir myndu greiða Lamanítum helming af öllu sem þeir áttu. Í staðinn lofaði konungur Lamaníta að hann myndi ekki meiða fólk Limís.

Mósía 19:25–27

Ljósmynd
Limí og eiginkona hans virðast döpur og margir Nefítar eru særðir.

Þeir lifðu í friði í nokkur ár. Þá fóru Lamanítarnir að fara illa með fólk Limís. Fólkið vildi verða frjálst aftur. Það reyndi að berjast við Lamanítana en biðu ósigur. Fólkið ákallaði Guð um hjálp.

Mósía 19:29; 21:1–15

Ljósmynd
Limí og Ammon ræða saman

Dag einn fengu Limí og fólkið hans heimsókn frá Nefíta sem hét Ammon. Ammon kom frá landi sem hét Sarahemla. Limí var glaður að sjá Ammon.

Mósía 21:22–24

Ljósmynd
Gídeon, Ammon og aðrir Nefítar ræða saman

Ammon gæti leitt fólk Limís til Sarahemla en fyrst varð það að flýja frá Lamanítunum. Gídeon var með áætlun.

Mósía 21:36; 22:1–9, 11

Ljósmynd
Varðmenn Lamaníta sofa og Nefítar yfirgefa borgina

Að kvöldi til gaf Gídeon varðmönnum Lamaníta aukalega vín til þess að þeir sofnuðu. Á meðan varðmennirnir sváfu, flúði Limí og allt hans fólk borgina.

Mósía 22:7, 10–12

Ljósmynd
Mósía konungur og fólk hans bauð Limí og fólk hans velkomið.

Það fór til Sarahemla og gekk til liðs við Nefítana þar. Limí og fólk hans lærðu meira um Guð. Þau gerðu sáttmála eða gáfu sérstakt loforð um að þjóna Guði og hlýða boðorðum hans. Þau tóku skírn og urðu hluti af kirkju Guðs. Þau mundu að Guð hjálpaði þeim að flýja frá Lamanítunum.

Mósía 21:32–35; 22:13–14; 25:16–18