Scripture Stories
Alma, Amúlek og Seesrom


„Alma, Amúlek og Seesrom,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Alma 4–12

Alma, Amúlek og Seesrom

Velja að trúa á og hlýða Guði

Ljósmynd
Fólk ræðst að Alma

Alma sá að margir meðlimir kirkjunnar voru ekki að hlýða boðorðum Guðs. Því fór Alma frá borg til borgar og kenndi orð Guðs. Margir iðruðust. Alma kom síðan til borgar sem nefnd var Ammónía. Fólkið þar hlustaði ekki á hann. Það hrækti á hann og rak hann út úr borginni.

Alma 4:11–20; 5–7; 8:1–13

Ljósmynd
engill talar við Alma

Alma yfirgaf borgina sorgmæddur. Hann hafði áhyggjur af fólkinu. Þá kom til hans engill. Engillinn sagði Alma að hann gæti verið glaður því hann hefði verið hlýðinn Guði. Engillinn sagði Alma að fara aftur til borgarinnar og aðvara fólkið. Ef það myndi ekki iðrast yrði því tortímt. Alma fór fljótt til baka.

Alma 8:14–18

Ljósmynd
Alma ræðir við Amúlek

Þegar Alma kom til borgarinnar var hann mjög hungraður. Hann hafði fastað í marga daga. Alma bað mann að nafni Amúlek að gefa sér að borða.

Alma 8:19, 26

Ljósmynd
Amúlek býður Alma inn

Amúlek sagði Alma frá sýn sem hann hafði séð. Í sýninni sagði engill Amúlek að Alma væri spámaður Guðs. Amúlek vildi hjálpa Alma.

Alma 8:20

Ljósmynd
Alma heilsar fjölskyldu Amúleks

Amúlek bauð Alma heim og gaf honum mat að borða. Alma dvaldi hjá Amúlek í marga daga. Guð blessaði Amúlek og fjölskyldu hans. Síðar sagði Guð Alma og Amúlek að segja fólkinu í borginni að iðrast. Alma og Amúlek hlýddu. Guð gaf þeim kraft sinn til að hjálpa þeim.

Alma 8:21–32; 9–13

Ljósmynd
Seesrom býður peninga

Einn þeirra sem heyrði þá kenna hét Seesrom. Hann var mjög slóttugur og vildi blekkja Alma og Amúlek. Seesrom sagði Amúlek að hann myndi gefa honum mikla peninga ef hann segði að Guð væri ekki til. Hann vildi að Amúlek segði ósatt svo fólkið myndi ekki trúa því sem Amúlek og Alma kenndu.

Alma 10:29–32; 11:21–25; 12:4–6

Ljósmynd
Alma og Amúlek ræða við Seesrom

En Amúlek vildi ekki segja ósatt um Guð. Hann sagði að Guð væri raunverulegur. Amúlek og Alma vissu hvað Seesrom hugsaði. Seesrom var hissa og spurði þá margra spurninga. Þeir kenndu Seesrom að Guð hefði áætlun fyrir alla menn. Seesrom trúði því sem Alma og Amúlek kenndu um Guð og Jesú Krist.

Alma 11:23–46; 12:1–18, 24–34; 14:6–7; 15:6–7

Ljósmynd
Seesrom gengur með Alma og Amúlek

Seesrom var miður sín vegna slæmu hlutanna sem hann gerði. Hann varð veikur. Alma og Amúlek heimsóttu hann. Alma sagði Seesrom gæti læknast vegna trúar hans á Jesú. Alma bað Guð að lækna hann. Seesrom spratt á fætur. Hann var læknaður! Hann skírðist og kenndi fólkinu það sem eftir var ævinnar.

Alma 15:1–12; 31:6, 32