Scripture Stories
Abinadí og Nóa konungur


„Abinadí og Nóa konungur,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Mósía 11–17

Abinadí og Nóa konungur

Boðskapur frá spámanninum

Ljósmynd
Nóa konungur bendir og tveir prestar standa fyrir aftan

Nóa konungur ríkti yfir Nefítunum sem bjuggu í landi Nefís. Nóa konungur lét fólkið sitt færa sér mikið fé og eyddi því í fína hluti fyrir sjálfan sig. Hann kallaði til presta sem voru fullir af stolti til þess að hjálpa sér að ríkja. Nóa hélt ekki boðorð Guðs. Þess í stað gerði hann marga ljóta hluti.

Mósía 11:1–13

Ljósmynd
Nóa konungur

Nóa leiddi fólkið sitt líka til að vera óguðlegt. Það fylgdi ekki Drottni.

Mósía 11:7, 11, 14–15, 19

Ljósmynd
Abínadí horfir á fólk gera slæma hluti

Spámaður Guðs sem hét Abínadí bjó í landinu. Drottinn sendi Abínadí til að segja Nóa og fólkinu hans að iðrast.

Mósía 11:20

Ljósmynd
Abínadí talar við fólk

Abínadí sagði fólkinu að Drottinn vildi að það iðraðist. Ef það myndi ekki iðrast myndi Drottinn leyfa óvinum að koma til landsins til að ríkja yfir þeim. Óvinirnir myndu gera Nóa og fólki hans lífið mjög erfitt.

Mósía 11:20–25

Ljósmynd
Reitt fólk

Fólkið var reitt út í Abínadí vegna þess sem hann sagði. Það vildi drepa hann en Drottinn hélt Abínadí öruggum og hjálpaði honum að flýja.

Mósía 11:26

Ljósmynd
Nóa konungur þrýstir höndum saman og ræðir við presta

Nóa vildi líka drepa Abínadí. Nóa trúði ekki á Drottinn. Hann og fólk hans iðraðist ekki.

Mósía 11:27–29

Ljósmynd
Abínadí heldur á tveimur töflum og ræðir við fjölskyldu

Tveimur árum síðar sendi Drottinn Abínadí aftur til að aðvara fólkið. Abínadí sagði fólkinu að óvinir þeirra myndu yfirtaka land þeirra vegna þess að það iðraðist ekki. Fólkið reiddist Abínadí. Það sagðist ekki hafa gert neitt rangt og myndu ekki iðrast. Það batt Abínadí og færði hann til Nóa.

Mósía 12:1–16

Ljósmynd
Abinadí krýpur niður og snýr baki í Nóa konung

Nóa og prestar hans settu saman áætlun Prestarnir reyndu að blekkja Abínadí með því að spyrja hann margra spurninga. En Abínadí svaraði þeim af hugrekki. Prestarnir voru hissa á svörum Abínadí. Þeir gátu ekki blekkt hann. Abínadí sagði prestunum að þeir hugsuðu meira um peninga en að gera það sem rétt var.

Mósía 12:17–37

Ljósmynd
Abínadí stendur og ljómar

Nóa sagði prestunum að drepa Abínadí. En Abínadí aðvaraði þá að snerta sig ekki. Andlit hans geislaði af krafti Guðs. Abínadí sagði að prestarnir hefðu ekki kennt lögmál Guðs. Abínadí kenndi þeim að Jesús Kristur myndi fæðast, deyja fyrir okkur og rísa upp frá dauðum. Hann sagði að Jesús myndi fyrirgefa þeim ef þeir iðruðust.

Mósía 13; 16:6–15

Ljósmynd
Abinadí horfir á Nóa konung

Abínadí lauk þeim boðskap sem Drottinn sendi hann til að færa. Nóa var enn reiður. Hann sagði prestunum að taka Abínadí af lífi.

Mósía 17:1

Ljósmynd
Nóa konungur lítur á Abínadí um leið og Alma hugsar og prestarnir eru reiðir

Einn prestur að nafni Alma trúði Abínadí. Alma reyndi að bjarga Abínadí. En nú var Nóa reiður út í Alma og neyddi hann til að fara.

Mósía 17:2–3

Ljósmynd
Alma felur sig fyrir illum prestum.

Prestarnir sögðu Abínadí að hann mætti lifa ef hann segði að það sem hann hefði kennt væri ekki satt. En Abínadí sagðist hafa kennt sannleikann. Nóa og prestarnir hans urðu aftur reiðir. Þeir deyddu Abínadí með eldi. Varðmenn Nóa reyndu líka að drepa Alma. En Alma faldi sig og ritaði niður öll orð Abínadís.

Mósía 17:3–13, 20