Námshjálp
Adam


Adam

Hinn fyrsti maður skapaður á jörðu.

Adam er faðir og patríarki mannkyns á jörðu. Brot hans í aldingarðinum Eden (1 Mós 3; K&S 29:40–42; HDP Móse 4) varð til þess að hann „féll“ og varð dauðlegur, skref sem var nauðsynlegt til þess að mannkyn gæti haldið áfram framþróun sinni hér á jörðu (2 Ne 2:14–29; Al 12:21–26). Því skulu Adam og Eva heiðruð fyrir þeirra þátt í að gjöra eilífa þróun okkar mögulega. Adam er hinn Aldni daganna og einnig þekktur sem Míkael (Dan 7; K&S 27:11; 107:53–54; 116; 138:38). Hann er erkiengillinn (K&S 107:54) og mun koma aftur til jarðar sem patríarki mannkyns (K&S 116).