Námshjálp
Umskurn


Umskurn

Táknið um sáttmála Abrahams fyrir karlkyns Ísraelsmenn á ráðstöfunartíma Gamla testamentis (1 Mós 17:10–11, 23–27; ÞJS, 1 Mós 17:11[Viðauki]). Umskurn var framkvæmd með því að skera burt forhúð sveinbarna og fullorðinna einnig. Þeir sem gengust undir athöfnina tóku á sig forréttindi og ábyrgð sáttmálans. Umskurn sem tákn um sáttmálann var afnumin með þjónustu Krists (Moró 8:8; K&S 74:3–7).