Námshjálp
Dan


Dan

Í Gamla testamenti, sonur Jakobs og Bílu, ambáttar Rakelar (1 Mós 30:5–6).

Ættkvísl Dans

Blessun Jakobs á Dan, sjá 1 Mós 49:16–18. Blessun Móse á ættkvísl Dans, sjá 5 Mós 33:22. Eftir að þeir settust að í Kanaanlandi, hlaut ættkvísl Dans lítið en mjög frjósamt landssvæði (Jós 19:40–48). Þeir máttu hafa sig alla við að verja það fyrir Amorítum (Dóm 1:34) og fyrir Filistum (Dóm 13:2, 25; 18:1). Það varð því úr að Danítar fluttu norður fyrir Palestínu (Dóm 18), umhverfis Laís, og gáfu þeirri borg nafnið Dan. Þessi borg er vel þekkt sem nyrsti hluti Palestínu, sem náði „frá Dan allt til Berseba.“