Námshjálp
Kenning og sáttmálar


Kenning og sáttmálar

Safn guðlegra opinberana síðari daga og innblásinna yfirlýsinga. Drottinn gaf þær Joseph Smith og nokkrum eftirmanna hans til stofnunar og skipulagningar ríkis Guðs á jörðu á síðustu dögum. Kenning og sáttmálar er eitt helgirita Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ásamt Biblíunni, Mormónsbók og Hinni dýrmætu perlu. Kenning og sáttmálar hafa þó þá sérstöðu að vera ekki þýðing fornra rita; Drottinn gaf þessar opinberanir útvöldum spámönnum nú á tímum til þess að endurreisa ríki sitt. Í þessum opinberunum heyrist blíð en ákveðin rödd Drottins vors Jesú Krists (K&S 18:35–36).

Í sögu Josephs Smith er talað um Kenningu og sáttmála sem grundvöll kirkjunnar á síðustu dögum og ávinning fyrir heiminn (K&S 70 formáli). Með opinberununum í bókinni hefst undirbúningstarf fyrir síðari komu Drottins, til uppfyllingar á öllum orðum spámannanna frá upphafi heimsins.