Námshjálp
Efraím


Efraím

Í Gamla testamenti, annar sonur Jósefs og Asenat (1 Mós 41:50–52; 46:20). Gagnstætt venju hlaut Efraím frumburðarblessun í stað Manasse, sem var eldri sonur (1 Mós 48:17–20). Efraím varð forfaðir ættkvíslar Efraíms.

Ættkvísl Efraíms

Efraím hlaut frumburðarrétt í Ísrael (1 Kro 5:1–2; Jer 31:9). Á síðari dögum eru forréttindi þeirra og ábyrgð að bera prestdæmið, færa heiminum endurreist fagnaðarerindi, og reisa merki samansöfnunar Ísraels (Jes 11:12–13; 2 Ne 21:12–13). Börn Efraíms munu krýna með dýrð þá sem eru í löndunum í norðri og snúa til baka á síðari dögum (K&S 133:26–34).

Stafur Efraíms eða Jósefs

Frásaga af hópi frá einni af ættkvíslum Ísraels sem leiddur var brott frá Jerúsalem til Ameríku um 600 f.Kr. Saga þessa hóps er kölluð stafur Efraíms eða Jósefs eða Mormónsbók. Hún ásamt staf Júda (Biblíunni) mynda sameiginlegan vitnisburð um Drottin Jesú Krists, upprisu hans, og guðlegt ætlunarverk hans meðal þessara tveggja hluta Ísraelsættar.