Námshjálp
Enok


Enok

Spámaður sem leiddi fólkið í borginni Síon. Frá helgri þjónustu hans er sagt bæði í Gamla testamenti og Hinni dýrmætu perlu. Hann var sjöundi patríarkinn frá Adam. Hann var sonur Jareds og faðir Metúsala (1 Mós 5:18–24; Lúk 3:37).

Enok var stórmenni og þjónusta hans var enn þýðingarmeiri en Biblían greinir frá. Biblían getur þess að hann var uppnuminn (Hebr 11:5) en greinir ekki frá þjónustu hans. Júdas 1:14 geymir tilvitnun í spádóm hans. Síðari daga opinberanir greina miklu meira frá Enok, sérstaklega prédikunum hans, borg hans er nefndist Síon, sýnum hans, og spádómum hans (K&S 107:48–57; HDP Móse 6–7). Síon var numin upp til himins vegna réttlætis þeirra er þar bjuggu (HDP Móse 7:69).