Námshjálp
Skóli spámannanna


Skóli spámannanna

Veturinn 1832–1833 í Kirtland, Ohio (Bandaríkjum Norður-Ameríku), bauð Drottinn Joseph Smith að skipuleggja skóla í þeim tilgangi að þjálfa bræðurna í öllu því er fagnaðarerindið varðar og ríki Guðs. Úr þessum skóla komu margir af fyrstu leiðtogum kirkjunnar. Annar skóli spámannanna eða öldunganna var starfræktur af Parley P. Pratt í Jackson-sýslu, Missouri (K&S 97:1–6). Slíkir skólar voru starfræktir nokkru eftir að hinir heilögu fluttust vestur, en þeir lögðust þó fljótlega af. Kennsla fagnaðarerindisins fer nú fram á heimilunum, í prestdæmissveitum og ýmsum aðildarfélögum, skólum kirkjunnar og trúarskólum.