Námshjálp
Dauði, andlegur


Dauði, andlegur

Aðskilnaður frá Guði og áhrifum hans; að deyja gagnvart því sem réttlátt er. Lúsífer og þriðjungur herskara himins biðu andlegan dauða er þeim var varpað niður frá himni (K&S 29:36–37).

Andlegur dauði var innleiddur í heiminn við fall Adams (HDP Móse 6:48). Dauðlegir menn illra hugsana, orða og verka eru andlega dauðir þótt þeir lifi enn á jörðu (1 Tím 5:6). Fyrir friðþægingu Jesú Krists og með hlýðni við reglur og helgiathafnir fagnaðarerindisins geta menn og konur orðið hrein af synd og sigrast á andlegum dauða.

Andlegur dauði á sér einnig stað í kjölfar líkamsdauðans. Bæði upprisnar verur og djöfullinn og englar hans verða dæmd. Þeir sem vitandi vits hafa risið gegn ljósi og sannleika fagnaðarerindisins munu líða andlegan dauða. Sá dauði er oft nefndur hinn annar dauði (Al 12:16; He 14:16–19; K&S 76:36–38).