Námshjálp
Jósef, sonur Jakobs


Jósef, sonur Jakobs

Í Gamla testamenti, frumburður Jakobs og Rakelar (1 Mós 30:22–24; 37:3).

Jósef hlaut frumburðarrétt í Ísrael vegna þess að Rúben, frumburður fyrri konu Jakobs, glataði réttinum vegna afbrots (1 Kro 5:1–2). Þar eð hann var verðugur, varð Jósef, sem frumburður annarrar konu Jakobs, næstur í röðinni að fá þá blessun. Jósef fékk einnig blessun föður síns skömmu fyrir dauða hans (1 Mós 49:22–26).

Jósef var sterkur persónuleiki, maður „hygginn og vitur“ (1 Mós 41:39). Hvernig hann stenst freistingu konu Pótífars sýnir trú hans, hreinlífi og skapgerðarstyrk (1 Mós 39:7–12). Þegar Jósef gefur sig fram við bræður sína í Egyptalandi þakkar hann þeim í stað þess að ávíta þá fyrir framkomu þeirra við hann. Hann áleit að gerðir þeirra hefðu stuðlað að því að vilji Guðs náði fram að ganga (1 Mós 45:4–15).

Síðari daga opinberun greinir frá stærra hlutverki fjölskyldu Jósefs á síðari dögum (ÞJS, 1 Mós 50:24–38 [Viðauki]; 2 Ne 3:3–24; 3 Ne 20:25–27).