Námshjálp
Biblía


Biblía

Safn hebreskra og kristinna rita sem innihalda guðlegar opinberanir. Orðið biblía táknar „bækurnar.“ Biblían er verk margra spámanna og innblásinna höfunda sem unnu undir áhrifum heilags anda (2 Pét 1:21).

Hin kristna Biblía er í tveimur hlutum, almennt nefndir Gamla og Nýja testamenti. Gamla testamentið samanstendur af ritningabókum sem notaðar voru meðal Gyðinga í Palestínu á tíma jarðvistar Drottins. Nýja testamentið inniheldur rit postulatímans og er talið hafa sömu helgi og heimildagildi og gyðinglegu ritningarnar. Bækur Gamla testamentis eiga uppruna í þjóðlegum bókmenntum sem ná yfir margar aldir og voru næstum allar ritaðar á hebresku, en bækur Nýja testamentis eru verk einnar kynslóðar og aðallega ritaðar á grísku.

Í Gamla testamenti kemur orðið testamenti í stað hebresks orðs er merkir „sáttmáli.“ Gamli sáttmálinn er lögin sem gefin voru Móse þegar Ísrael hafnaði fyllingu fagnaðarerindisins sem þjóð Guðs átti frá upphafi jarðlífs. Nýja testamentið er fagnaðarerindið eins og Jesús Kristur kenndi það.

Í hinni hebresku Biblíu (Gamla testamentinu) var bókunum skipt í þrjá flokka: Lögin, spámennina og ritin. Biblían sem notuð er í hinum kristna heimi flokkar bækurnar eftir efni, svo sem sögulegar, ljóðrænar og spámannlegar.

Bækur Nýja testamentis eru almennt í þessari röð: Guðspjöllin fjögur og Postulasagan; Pálsbréfin; hin almennu bréf Jakobs, Péturs, Jóhannesar og Júdasar; og Opinberunarbók Jóhannesar.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu virðir og vegsamar Biblíuna og lýsir jafnframt yfir að Drottinn heldur áfram að gefa frekari viðbótaropinberanir með spámönnum sínum á síðustu dögum sem styðja og staðfesta frásögur Biblíunnar af samskiptum Guðs við mannkyn.