2007
Verða verkfæri í höndum Guðs við að annast fátæka og þurfandi
Apríl 2007


Boðskapur heimsóknarkennara

Verða verkfæri í höndum Guðs við að annast fátæka og þurfandi

Veljið og lesið í bænaranda ritningargreinar og kenningar úr boðskap þessum er uppfylla þarfir systranna sem þið heimsækið. Miðlið af trúarreynslu ykkar og vitnisburði og biðjið þær sem þið kennið að gera slíkt hið sama.

Hver eru orð Drottins um að annast fátæka og þurfandi?

Öldungur Russell M. Nelson í Tólfpostulasveitinni: „Faðir okkar á himnum lætur sér annt um [hina fátæku og þurfandi]. Öll eru þau börn hans… . Hinir fátæku – einkum ekkjur, munaðarleysingjar og umrenningar – hafa löngum verið áhyggjuefni Guðs og hins guðlega… . Þeim sem láta sér annt um hina fátæku er heitið blessunum“ (“In the Lord’s Own Way,” Ensign, maí 1986, 25).

Matteus 25:37–40: „Þá munu þeir réttlátu segja: Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka?

Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig?

Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?

Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“

Hvernig get ég verið verkfæri til að annast aðra?

Mósía 4:26: „Ég [vildi], að þér gæfuð fátækum af eigum yðar, hver maður í samræmi við það, sem hann hefur, eins og til dæmis að gefa hungruðum mat, klæðlausum klæði, vitja sjúkra og liðsinna þeim, bæði andlega og stundlega.“

Öldungur Henry B. Eyring í Tólfpostulasveitinni: „Aldrei aftur mun ég líta á heimiliskennslu eða heimsóknarkennslu aðeins sem verkefni… . Hún er tækifæri en ekki byrði… . Sérhver meðlimur hefur gert sáttmála um að vinna kærleiksverk, líkt og frelsarinn gerði. Sérhvert kall til að gefa vitnisburð og annast aðra er því ekki ákall um enn frekari þjónustu, heldur blessun frá himneskum föður og syni hans, Jesú Kristi… . Sérhvert slíkt kall er tækifæri til að láta reyna á þær blessanir sem veitast sáttmálsfólki og sem við höfum samþykkt að svara af ábyrgð“ (“Witnesses for God,” Ensign, nóv. 1996, 31).

H. David Burton yfirbiskup: „Spámaðurinn Joseph Smith sagði það vera ábyrgð okkar að ‚fæða hungraða, klæða klæðalausa, sjá ekkjunni farborða, þerra tár munaðarleysingjans, hughreysta þjakaða, hvort heldur þeir eru í þessari kirkju eða einhverri annarri, eða í engri kirkju, hvar sem við finnum þá‘ (Times and Seasons, 15 mars 1842, 732). Verum örlát á tíma okkar og gjafmild á eigur okkar, til umönnunar þeirra sem bágt eiga“ (“Go, and Do Thou Likewise,” Ensign, maí 1997, 77).

Bonnie D. Parkin, aðalforseti Líknarfélagsins: „Forðabúr Drottins – þar sem ‚af nógu er að taka og meira en það‘ – er [á líkingamáli] það sem Drottinn ætlar okkur að vera (K&S 104:17). Í því felst að einhver ein kona gerir gæfumuninn fyrir einhverja aðra konu. Í því felst að einhver ein systir býðst til að hlusta á og ræða við einhverja aðra systur, sem kann að vera einmana. Í því felst að einhver systir þrói náinn vinskap við einhverja aðra systur, sem hún heimsóknarkennir. Það erum við, með styrk okkar, getu og hæfileika, sem eigum að blessa aðra“(“Welfare, the Crowning Principle of a Christian Life,” kvennaráðstefna í BYU, 1. maí 2003, 3).