2007
Frá lesendum
Apríl 2007


Frá lesendum

Eini meðlimurinn í fjölskyldunni

Mestan hluta ævi minnar hef ég verið eini meðlimurinn í fjölskyldu minni. Ég hef þurft að takast á við ýmsa erfiðleika er ég hef reynt að lifa eftir fagnaðarerindinu. Innblásin námsgögn kirkjunnar, einkum Líahóna, hafa hjálpað mér að hafa andann með mér.

Þakka ykkur kærlega fyrir að minna mig á það í hverjum mánuði að fagnaðarerindið breytir lífi fólks.

Sandra Vinocuna, Ekvador

Rödd spámannsins

Október 2005 útgáfa Líahóna var mér einkar dásamleg. Mér þykir vænt um allar greinarnar, einkum þó grein James E. Faust forseta sem heitir: „Kærleiksþræðir.“ Mér finnst að allir ættu að lesa hana. Ég þakka himneskum föður fyrir að blessa okkur með spámönnum, sem leiða okkur á þessum síðari dögum.

Öldungur Emenike Hope Onwuchekwa, Ibadan-trúboðinu, Nígeríu

Þakka ykkur fyrir netútgáfuna

Tímaritið Líahóna er fjölskyldu minni til mikils innblásturs, og það kemur okkur að miklu gagni við að lifa eftir og miðla fagnaðarerindinu. Við njótum vissulega blessana af starfi ykkar. Efni blaðsins eflir ekki aðeins andríki og trú, heldur er hönnun þess og uppsetning einnig til mikillar prýði.

Við þökkum einnig fyrir þá staðreynd að blaðið er nú aðgengilegt á mörgum tungumálum á netinu – nú þarf ekki lengur að klippa út og skemma sjálft blaðið! Þegar ég vil líma tilvitnun eða mynd á ísskápinn eða koma með efni úr blaðinu á samverustund eða fjölskyldukvöld, prenta ég bara út það sem mig vantar. Frábært!

Christian Karlsson, Bandaríkjunum

Ath.: Tímaritið Líahóna er aðgengilegt á sumum tungumálum á www.lds.org. Smellið á „Gospel Library“ til að fá blaðið á ensku. Smellið á heimskortið til að fá önnur tungumál.

Hinn mesti dýrgripur

Ég er þakklátur fyrir allar útgáfur Líahóna. Hver þeirra gefur okkur kost á að þekkja vilja Drottins og vitnisburður okkar styrkist. Blaðið er sannlega hinn mesti dýrgripur á þessum síðari tímum.

Boðskapur Æðsta forsætisráðsins hvetur okkur til að lifa líkt og frelsarinn og kennir okkur hið ómengaða fagnaðarerindi Drottins okkar, Jesú Krists. Menning okkar kann að vera ólík, en tilgangurinn er sá sami. Það gleður mig að vita af því, að utan míns eigin lands, og jafnvel hinu megin á hnettinum, eru Síðari daga heilagir að lesa sama tímaritið.

José Ramírez, Venesúela

Á mínu tungumáli

Ég er frá Úkraínu, en fyrir átta mánuðum fluttu ég og eiginmaður minn til Idaho (í Bandaríkjunum). Ég tala ekki ensku mjög vel og stundum skil ég í raun ekki það sem ég heyri í kirkju á sunnudögum. Ég finn fyrir heilögum anda á samkomum, en er samt afar þakklát fyrir að geta lesið orð leiðtoga okkar á mínu eigin tungumáli. Mér finnst Líahóna sannlega færa okkur helgar frásagnir.

Lena Cantor, Bandaríkjunum

Bara þakklát

Tímaritið Líahóna er mér félagi og hjálp. Hvern mánuð koma upp erfiðleikar í lífi mínu, en fyrir nokkrum mánuðum fannst mér sem tímaritið Líahóna væri skrifað aðeins fyrir mig og erfiðleika mína. Ég veit að Guð vill að við verðum hamingjusöm með því að hlýða.

Georgia Adolpho Pahulaya, Filippseyjum