2007
Frekari hugmyndir að samverustundum, apríl 2007
Apríl 2007


Frekari hugmyndir að samverustundum, apríl 2007

Hér á eftir eru frekari hugmyndir sem leiðtogar Barnafélagsins geta notað ásamt öðru efni varðandi samverustundir er birtist í Líahóna í apríl 2007. Varðandi lexíur, leiðbeiningar og annað sem tengist þessum hugmyndum, sjá „Hann lifir!“ á bls. F4 og F5 í barnahluta þessa blaðs.

  1. Skrifið hugtakið rangt á töfluna. Segið börnunum að þegar þau iðrist breyti þau rangri hegðun í rétta. Biðjið börnin að hjálpa ykkur að breyta hugtakinu rangt í rétt með því að komast að því sem þau geti gert til að iðrast. Setjið fram þrjú raunveruleikadæmi (sjá “Case Studies,” Teaching, No Greater Call [1999], 161-62) til að sýna hvenær börn þurfa að iðrast. Syngið söng eða sálm að loknu fyrsta raunveruleikadæminu um iðrun og greinið frá því að iðrun sé önnur frumregla fagnaðarerindisins. Syngið söng eða sálm að loknu öðru raunveruleikadæminu um iðrun. Syngið söng eða sálm að loknu þriðja raunveruleikadæminu um fyrirgefningu og greinið frá því að við þurfum að fyrirgefa öðrum sem iðrast. Þurrkið út hugtakið rangt á töflunni og skrifið hugtakið rétt. Skrifið úr Trúarreglur mínar: „Ég vel hið rétta. Ég veit að ég get iðrast, ef mér verður á.“ Berið vitni um iðrun og friðþægingu Jesú Krists.

  2. Útskýrið að hinn lifandi spámaður okkar hafi alla lykla prestdæmisins og allt vald í kirkjunni á okkar tímum. Haldið uppi mynd af spámanninum. En greinið frá því að hann stjórni kirkjunni samkvæmt leiðsögn einhvers annars. Biðjið börnin að tilgreina þann einstakling (Jesú Krist). Sýnið mynd af Jesú Kristi og setið hana ofan við myndina af spámanninum, sem tákn um að spámaðurinn starfi undir leiðsögn hans. Sýnið börnunum Liahona með nýjustu aðalráðstefnuræðunum eða nýjasta aðalráðstefnubæklinginn. Útskýrið að þegar spámaðurinn tali til okkar á aðalráðstefnu, sé hann að kenna okkur það sem Jesús Kristur vill að við heyrum og gerum. Veljið vandlega fjórar setningar úr nýlegasta boðskap spámannsins og biðjið eldri börnin að lesa þær. Skráið eitthvað fernt sem börnin geta gert til að fylgja orðum spámannsins. Þið getið til að mynda skráð „greiða tíund,“ vera „fúsari til að fyrirgefa“ eða „lesa ritningarnar.“ Biðjið börnin að teikna mynd af einhverju sem þau vilja vinna að til að fylgja betur spámanninum (sjá “Drawing Activities,” Teaching, No Greater Call, 166–67). Veljið söng eða sálm sem tengist einhverri hinna fjögurra reglna sem spámaðurinn hefur nýlega rætt um. Biðjið börnin sem teiknuðu myndir er sýna þá reglu að standa fremst í kennslustofunni og halda uppi myndum sínum meðan öll börnin syngja sönginn. Berið vitni um mikilvægi prestdæmisins.

  3. Kynning söngs: „Til Josephs Smith kom engill einn“ (í þessu blaði á bls. B13). Æfið stjórnun hins sérstaka takts, áður en þið kennið þennan söng. Hljóðfallið breytist úr 3/4 í 2/4 í einum takti í hverri línu.

    Setjið eftirfarandi orðarenninga upp handahófskennt: „Móróní,“ „Kúmórahæð,“ „Nefítar“ og „Mormónsbók.“ Greinið börnunum frá því að þessi söngur sé um þetta fernt. Biðjið þau að hjálpa ykkur að raða orðarenningunum í sömu röð og hugtökin á þeim koma fyrir í söngnum. Syngið sönginn fyrir þau og spyrjið síðan hvaða orðarenningur sé fyrstur í röðinni. Þar sem fyrsta línan hljómar „Til Josephs Smith kom engill einn,“ er fyrsti orðarenningurinn „Moróní.“ Látið börnin syngja þessa línu með ykkur. Syngið sönginn þrisvar sinnum í viðbót og setjið einn orðarenning á réttan stað í hvert sinn sem þið syngið hann. Útskýrið að Joseph Smith hafi tekið gulltöflurnar úr jörðu á Kúmórahæð, að þær greini frá Nefítunum og að hin helga og dýra bók sé Mormónsbók. Syngið allan sönginn í hvert sinn sem þið spyrjið spurningar, því stuttan tíma tekur að syngja hann. Það mun gera börnin kunnug texta hans og áhugaverðum taktinum. Hvetjið börnin til að segja fjölskyldu sinni frásögnina um Mormónsbók með því að syngja sönginn. Berið vitni um að frásögnin í söngnum sé sönn.