2007
Hvers vegna talaði andinn til mín?
Apríl 2007


Hvers vegna talaði andinn til mín?

Sumarið 1980 var ég að ljúka þjónustu minni í Boston- trúboðinu í Massachusetts. Kvöld nokkurt áttum við stefnumót við efnilegan framhaldsskólanema, til að kynna honum sáluhjálparáætlunina.

Nokkrum sinnum, meðan á kennslunni stóð, var ég gagntekinn af heilögum anda, sem bar mér vitni um að reglurnar sem við kenndum væru sannar. Ég minnist þess að hafa beðist fyrir næstum upphátt: „Ég veit þetta þegar. Ég hef kennt þessa lexíu mörgum sinnum síðastliðin tvö ár. Ég er þakklátur fyrir að finna fyrir anda þínum, en viltu einnig bera þessum trúarnema vitni!“

Stuttu eftir þetta kvöld, átti ég viðtal við trúboðsforseta minn og hann greindi mér frá því að móðir mín hefði látið lífið í hræðilegu umferðarslysi. Auðvitað varð þessi skyndilegi missir áfall fyrir fjölskyldu mína og allt samfélag okkar. En þegar áhrif þessarar stundar liðu að mestu hjá og mér gafst færi á að íhuga, mundi ég glögglega eftir hinu kraftmikla vitni andans sem ég hlaut við kennslu sáluhjálparáætlunarinnar. Mér varð ljóst að þetta voru áhrif frá ástkærum himneskum föður, sem var að búa mig undir hinn væntanlega missi.

Sá dagur líður ekki að ég sakni ekki kennslu og samfélags móður minnar. En sá dagur líður heldur ekki að ég sé ekki minntur á hvernig ástríkur himneskur faðir bjó mig vandlega undir hinn væntanlega missi.