2007
Tíund og aðrar fórnir
Apríl 2007


Orð á orð ofan

Tíund og aðrar fórnir

Viltu gera eitthvað sem skiptir sköpum í heiminum, en veist ekki hvað? Svarið við því stendur þér jafn nærri og tíundarumslagið. Hér getur þú fengið innsýn í það hvernig peningunum sem þú setur í þetta litla umslag er ráðstafað til að byggja upp ríki Drottins um heim allan – og í deild þinni eða grein.

Nafn

Það kann að vera augljóst, en vertu viss um að útfylla þennan reit alltaf nákvæmlega eins. Þá þarf ritari deildar þinnar eða greinar ekki að komast að því hvort K. Sigurðsson og Kári Sigurðsson séu sami einstaklingurinn.

Tíundarsjóður

Tíu prósentin þín eru send til höfuðstöðva kirkjunnar í Salt Lake City, Utah, og þar ákveða kirkjuleiðtogar vandlega hvar þörfin er mest fyrir þau – hugsanlega til að byggja nýtt samkomuhús einhvers staðar í heiminum.

Föstusjóður

Alla föstusunnudaga gefst Síðari daga heilögum kostur á að greiða í föstusjóð. Fyrst notar biskup eða greinarforseti þennan sjóð til að hjálpa fólki í ykkar eigin deild eða grein, sem þurfa peninga til að greiða fyrir matvæli eða húsnæði. Síðan, ef afgangur er, er föstusjóður sendur út og notaður til að hjálpa þurfandi fólki á öðrum landsvæðum.

Trúboðssjóður

Greiddu í þennan sjóð til stuðnings trúboðum í þinni eigin deild eða grein.

Almennur trúboðssjóður

Greiddu í þennan sjóð til stuðnings trúboðum og trúboðsstarfi kirkjunnar um heim allan.

Mormónsbókarsjóður

Ef þú óskar að greiða fyrir eintök af Mormónsbók, til að snúa fólki til trúar um heim allan, skaltu gefa í þennan sjóð.

Hjálparstarfssjóður

Alltaf þegar miklar hörmungar eiga sér stað í heiminum, er kirkjan þar til taks og veitir neyðarhjálp. Hjálparstarfssjóðurinn sendir einnig matvæli til fólks sem þjáist af hungri og næringarskorti og námsgögn til nauðstaddra barna. Hjálparstarfssjóður hefur til að mynda nýlega greitt fyrir bólusetningu barna í Afríku gegn mislingum.

Musterissjóður

Ef þú óskar að greiða fyrir byggingu mustera um heim allan, skaltu gefa í þennan sjóð.

Annað

Viljirðu gefa fé til skátastarfs, Stúlknafélagsstarfs eða einhvers annars kirkjustarfs, merktu þá við sjóðinn „Annað.“ Þótt þessi sjóður sé í raun ekki gjafasjóður, þá skrá leiðtogar deildar eða greinar framlögin og gefa kvittanir.

„Hópur manna var dag einn að ræða við spámanninn Joseph Smith, þegar þeim bárust þau tíðindi að kviknað hefði í húsi fátæks bróður. Allir létu í ljós sorg yfir því sem gerst hafði. Spámaðurinn hlustaði smá stund, síðan ‚stakk hann hendinni í vasann, tók upp fimm dali og sagði: „Ég finn til sorgar vegna þessa bróður sem jafngildir fimm dölum; til hversu mikillar sorgar finnið þið allir?“‘ … Á síðasta ári hafa margar milljónir ykkar deilt sorginni með öðrum með því að gefa af efnum ykkar og ljúfu hjarta, og rétta fram hjálparhönd. Þakka ykkur fyrir dásamlegt og rausnarlegt framlag ykkar.“

H. David Burton yfirbiskup, “Tender Hearts and Helping Hands,” Liahona, maí 2006, 8.